Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2011 | 18:02
Svona celebs sko...
Gullfoss: "Ertu hér enn, engum til gagns, ekkert framleiðandi, ekkert bræðandi? ...Heldurðu að þjóðin hafi efni á þér? Fegurðardrottningin þín!" (Sverrir Björnsson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 16:14
Söngbók fyrir ættarmót
Afkomendur Ebbu og Bjarna hittast á ættarmóti í Varmahlíð 12. - 13. júní. Hér er söngbók til útprentunar, fyrir þá sem vilja spila og syngja með :)
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 00:53
Þegar beljan meig framan í Guttorm heitinn
Eitt sinn fylgdist ég með því þegar gripirnir í Húsdýragarðinum stóðu útá túni og spókuðu sig í sólinni. Gamli Guttormur, þvílíkur boldangsgripur, lallaði sér þunglamalega uppað afturenda einnar kusunnar og fór að þefa þar áfergjulega. Fyrirvaralítið brast á með þvílíku hlandflóði aftur úr beljunni, beint í fésið á Gutta. Hann hrökklaðist hlandvotur undan, hristi sig og skók og var miður sín yfir virðingarleysinu sem beljan vogaði sér að sýna yfirnautinu! Ég hef aldrei fyrr né síðar séð annan eins vanþóknunar- og sárindasvip á neinni skepnu
Guttormur 2 afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 12:21
Farið hefur fé (í) betra
Sjálfsagt eru þarna á meðal fagtímarit sem gagn er að, en í þessum hópi er líka fullt af glanstímaritum sem mega missa sín. Kaupgeta á svona munaði hefur minnkað hjá mörgum, sem verja sínum fáu krónum í meiri nauðsynjar. En hvernig er það, má ekki lesa öll þessi tímarit í áskrift á netinu?
Innflutningur á fagtímaritum á algjörum ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 17:05
Laga fyrirsögnina...
... það er ekki til neitt sem heitir MILLIHLUTASTJÓRN
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 12:01
Er þetta frétt...
... á pappír í Mogganum... eða er þetta frétt á mbl.is á netinu? Því ekki að nota netið betur, með því að búa til hlekk inná microsoft.com/updates, þar sem viðbótin er? (athugið að það þarf IE-vafrann til að geta náð í þetta; Gates og co styðja ekki enn Mozilla Firefox eða aðra vafra)
Tölvuormur æðir áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 12:20
Allt fæst nú orðið á afslætti...
Frá gæludýrabúðinni: Veitum í dag 15% afslátt af gullfiskum og hömstrum. 30% eldri borgara afsláttur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)