Eitthvað til að hugsa um

kona prjónar og þegir á meðanVar á námskeiði á Hólum í dag, sem er ekki í frásögur færandi, en heyrði þar góðan rembutexta, eiginlega drepfyndinn bara. Á fremsta borði sátu tvær dömur og prjónuðu í gríð og erg; veit ekki hvort það fór nokkuð í taugarnar á fyrirlesaranum, en honum fannst ástæða til að segja frá eftirfarandi athugasemd um prjónandi konur: "Ég hef heyrt að konur prjóni til að hafa eitthvað að hugsa um meðan þær tala."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hefði nú ekki tekið þessu neitt sérstaklega vel ef ég hefði verið ein af þessum konum. Mér finnst þetta álíka fyndið og þegar skólabróðir minn í viðskiptafræði sagði einu sinni í tíma og passaði sig rækilega á því að það heyrðist til okkar stelpnanna að það færu bara í háskóla konur sem ekki gengu út í menntaskóla.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.2.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hehehe... já það er álíka fyndið. Þessi passaði sig líka á að stelpurnar heyrðu vel, annars hefði það ekki verið neitt sniðugt :)

Jón Þór Bjarnason, 2.2.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Úr því að ég er nú mættur hér að skrifa athugasemdir á eigið blogg, þá get ég látið fjúka lítið eitt brenglað máltæki frá því í dag, en það hljómar svona: Bókvitið verður ekki í asnana látið !!!

Jón Þór Bjarnason, 3.2.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband