Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Böl hugans Kínamúra

Sú trú okkar, að við séum það sem við hugsum, myndar eins konar Kínamúra úr hugmyndum, orðum, dómum, merkimiðum og skilgreiningum; múr sem kemur í veg fyrir öll raunveruleg tengsl. Hann treður sér milli þín og þín, milli þín og náttúrunnar, milli þín og náungans... og það er mikið böl að geta ekki hætt að hugsa, því stanslaus óró hugans kemur í veg fyrir að við finnum raunverulega innri ró! (endursagt uppúr Máttirinn  í núinu, eftir Eckhart Tolle).

Frelsið er dýrmætt

Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Skilningur á mikilvægi hans í mínum huga tengist því sem ég er að lesa þessa dagana, nefnilega Dýrmætast er frelsið, eftir Hege Storhaug. Þar er fjallað um innflytjendavanda á vesturlöndum í víðu samhengi og sýn mín á Íslam og ólíkan menningarmun og hugmyndafræði hefur dýpkað. Staða konunnar í þeirri trúarveröld er mjög bágborin og á einum stað lýsir höfundur bókarinnar þessu þannig, að kona hefur í raun mun minni rétt en þræll eða trúleysingi, sem þó hafa afar lágan status hjá múslimum. Bæði þrællinn og trúleysinginn eiga nefnlega möguleika á að fá uppreist æru; þrællinn að verða frjáls maður meðal manna, og trúleysinginn að taka trú og öðlast virðingu á nýjan leik. Konan verður hinsvegar „bara" kona, sem oft þarf að lúta boðum og bönnum Kórans eða Sharía, og skelfilegum yfirgangi ættar-, feðra- og karlaveldis! Ef þú vilt öðlast sýn inní veröld sem okkur flestum hulin, en mikilvægt er að hafa skilning á, þá skaltu lesa bók Storhaug.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband