Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Farið hefur fé (í) betra

Sjálfsagt eru þarna á meðal fagtímarit sem gagn er að, en í þessum hópi er líka fullt af glanstímaritum sem mega missa sín. Kaupgeta á svona munaði hefur minnkað hjá mörgum, sem verja  sínum fáu krónum í meiri nauðsynjar. En hvernig er það, má ekki lesa öll þessi tímarit í áskrift á netinu?
mbl.is Innflutningur á fagtímaritum á algjörum ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laga fyrirsögnina...

... það er ekki til neitt sem heitir MILLIHLUTASTJÓRN LoL
mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt...

... á pappír í Mogganum... eða er þetta frétt á mbl.is á netinu? Því ekki að nota netið betur, með því að búa til hlekk inná microsoft.com/updates, þar sem viðbótin er? (athugið að það þarf IE-vafrann til að geta náð í þetta; Gates og co styðja ekki enn Mozilla Firefox eða aðra vafra)
mbl.is Tölvuormur æðir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áherslur Sigurðar Kára

Sjálfstæðisflokkurinn á einna stærstan þátt í þeim hamförum sem lagt hafa efnahag okkar lands í rúst. Nú segjast þeir vera á kafi í björgunarstörfum í rústunum.  Þing kom saman á ný í dag eftir jólafrí. Og hvaða málefni skyldu mönnum vera efst í huga við þær hörmulegu aðstæður sem nú blasa við?  Sjáið fjórða mál á dagskrá Alþingis í dag með því að smella HÉR. Skál Sigurður Kári!

Allt fæst nú orðið á afslætti...

Frá gæludýrabúðinni: Veitum í dag 15% afslátt af gullfiskum og hömstrum. 30% eldri borgara afsláttur... LoL

Færri á leið til vinnu

Mörg þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu fara ekki til vinnu á morgnana eins og þeir hafa gert síðustu ár. Skyldi það ekki vera meginástæða þess að umferð hefur minnkað svona?
mbl.is Umferðin nú svipuð og fyrir 5-7 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaleg afsökun

Maður er búinn að marghóta fyrrverandi konu sinni. Löggan vissi af því, en handtekur ekki manninn. Hann kemur svo og kveikir í húsi þar sem fjöldi manns býr. Þá kemur þessi yndislega barnalega afsökun frá löggunni: Við getum ekki vaktað alla menn… og öll hús… á öllum tímum Crying !
mbl.is Kveikti í húsi eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook tengist blogginu

Var að finna út hvernig stærsti skemmtistaður á Íslandi getur náð í greinar héðan. Í hvert sinn sem eitthvað er skráð hér, þá birtist það á síðunni minni á Snjáldurskinnu. Kúl Tounge

Ó, þjóð mín þjóð... Hvar ertu?

Vek sérstaka athygli á þessari hugvekju Láru Hönnu!

Er þetta hinn dæmigerði Íslendingur?

Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður

Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.

Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,

Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.

 

Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu

í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.

Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,

Þótt einhvernjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.

 

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,

að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.

Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.

Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.

 

- Steinn Steinarr -


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband