Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Góð lygasaga

Auðvitað getur mannræfillinnn hafa fallið í sjóinn, en varla heil 280 fet (svipað og hæð Hallgrímskirkju) eins og gefið er í skyn í erlendu fréttinni. Auk þess er afar ólíklegt að hann hafi verið bitinn í nefið af lunda, nema hann hafi einfaldlega haldið honum þétt upp að andlitinu á sér. Þetta hljómar allt eins og maðurinn sé ekki bara orðljótur, heldur líka alveg hraðlyginn.
mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira talað en framkvæmt hér á landi

Við lestur nýjustu skýrslu Byggðastofnunar verður manni enn frekar ljóst hvað íslensk stjórnvöld hafa verið stefnu- og máttlaus í byggðamálum og jöfnun lífskjara í landinu. Í samanburði við alvöru aðgerðir nágrannalanda okkar erum við með allt niðrum okkur í þessum málum, svo vægt sé til orða tekið. Eitt sorglegt dæmi úr okkar auma veruleika eru háhraðatengingar á dreifbýlum svæðum, sem átti að vera löngu búið að framkvæma fyrir hluta af því fé sem ríkið fékk við sölu Landsímans sáluga. Fróðlegt er að skoða Fjarskiptaáætlun 2005-2010, þar sem m.a. stendur: "Að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingu árið 2007." Eins og flestir vita er þetta ekki enn komið til framkvæmda. Dæmi um það sem nágrannar okkar eru að gera fyrir fyrirtæki og íbúa byggðarlaga í vanda, er t.d:

  • Afnám/undanþága tryggingagjalds
  • Niðurfelling/lækkun á endurgreiðslu námslána
  • Lækkun á raforkugjaldi
  • Lækkun á tekjuskatti
  • Hækkun barnabóta (umfram aðra)
  • Launagreiðslur til leikskólakennara (viðbótargreiðsla umfram aðra)

Breyttar vindáttir í byggingarbransanum

Mikil lægð er í bygggingarbransanum. Nú segja gárungarnir að ef þú sjáir byggingarkrana snúast á Reykjavíkursvæðinu, sé það vegna þess að vindátt hafi verið að breytast ;)

Fimm milljónir...

... eru svona svipuð upphæð og algengt er að íslensk stjórnvöld styrki verkefni af þessum toga með... í verðlitlum íslenskum krónum auðvitað!  Munurinn er sá að þessar sænsku fimm milljónir eru alvöru upphæð (þrettánfalt verðmeiri), sem dugir lengra en fyrir brotabroti kostnaðar við uppbyggingu svona menningarseturs. Til hamingju Húsvíkingar!
mbl.is Sænsk stjórnvöld styrkja Garðarshólmaverkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

“Hver gerði (sagði) hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo?”

Jónas Kristjánsson leiðbeinir fólki í fjölmiðlun á heimasíðu sinni, www.jonas.is. Hann notar einfaldan stíl og talar skýrt, þannig að maður skilur aðalatriðin. Honum er annt um íslenskt mál og hvernig ber að nota það svo fólk skilji, í stað þess að drukkna í fræðilegri froðu eða málskrúði. Hvort sem þú ert áhugamaður um tungumálið okkar, vinnubrögð á fjölmiðlum eða einstök dæmi (t.d. Árnamálið), þá er hægt að mæla með heimsókn á heimasíðu Jónasar.

Drangeyjarmyndir

Það eru víst fýlar á Íslandi ;)Myndir frá lundaveiðiferðinni í Drangey í síðustu viku er nú komnar inn; smella HÉR til að skoða.

Netkaffihús á Króknum?

Net-Kaffi-KrókurEru þeir ekki eitthvað að misskilja þetta á Króknum með netkaffihúsin?

Lundaveiðiferðin að baki

Lundaveiðifélagar í Drangey 2008Árlegri lundaveiðiferð í Drangey á Skagafirði lauk hjá okkur félögunum fjórum í gær, degi fyrr en áætlað var. Ástæðan var sú að við höfðum strax á fyrsta sólarhring náð í þann skammt sem við samanlagt náum að torga fram á næsta vor, eða um 400 fuglum. Veðrið var mjög svo ákjósanlegt; sól og hiti, en ágætur vindur. Allajafna flýgur fuglinn meira í vindi og þá gengur betur að háfa. Myndir úr ferðinni eru væntanlegar inní myndasyrpuhlutann hér til vinstri.

Myndir af Strútsstíg

Í myndaalbúmi hér vinstra megin eru nú komnar nokkrar myndir frá göngu á Strútsstíg í síðustu viku. Fimmtán manna hópur, undir dyggri leiðsögn Silvíu frá Útivist, gekk í fjóra daga og fékk allan veður- og náttúrupakkann sem í boði er; allt frá bongóblíðu yfir í rok og rignginu, svartan sand, hvíta jökla og allt þar á milli.

Eitt sinn hjólfar...

Jarðvegsskemmdir á ásnum handan við ÁlftavötnÁ göngu um Strútsstíg með Útivist í síðustu viku blöstu víða við skemmdir á jarðvegi, sem jeppakallar fyrri tíma ollu með akstri sínum. Sem betur fer hefur vitund um skaðsemi utanvegaaksturs aukist og stórlega dregið úr honum í seinni tíð. Mörg þeirra sára sem við blasa eru nokkurra tuga ára gömul, en þau hverfa aldrei. Á meðfylgjandi mynd má glögglega sjá hvernig eitt saklaust hjólfar eftir bíldekk hefur orðið að heljarinnar skurði í áranna rás. Sorglegt, ekki satt?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband