Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Útskrift ferðamálafræðinga á Hólum

Myndarlegir ferðamálafræðingar m. fylgifiskumHér er mynd af nýútskrifuðum ferðamálafræðingum á Hólum í dag, auk rektors og deildarstjóra. Frá vinstri: Skúli í nýju rektorshempunni, Jón Þór, Alda, Guðrún, Fía (sem hélt fína útskriftarræðu), Maggý (sem dúxaði), Lóa og Guðrún Þóra deildarstjóri Ferðamáladeildar.

Untrue Stories besta lag Hip Razical?

Davíð Jónsson söngvari Hip Razical - Mynd: Gunnlaugur JúlíussonLagið Untrue Stories fékk flest atkvæði í lítilli skoðanakönnun hér á síðunni um hvert þriggja laga Hip Razical væri best. Strákarnir og hljóðmeistarinn Jón Skuggi hafa nú lagt lokahönd á lögin í hljóðveri Skuggans, Mix ehf., og eru þau komin hingað á síðuna endanlega hljóðblönduð. Sjálfum finnst mér It Stays the Same best og öðrum sem ég þekki líkar best við O.D., en svona er tónlistin; mjög persónubundið hvað höfðar til fólks. Fyrir áhugasama skal bent á að bílskúrsbandið í Barmahlíðinni er með síðu á MySpace

Fyrstu ferðamálafræðingar Hólaskóla

Útskriftarhópur 2007Laugardaginn 26. maí útskrifar Hólaskóli ferðamálafræðinga í fyrsta sinn. Níu manna hópurinn flutti fyrirlestra um ritgerðir sínar í vikunni, og við það tilefni tók Sólrún rektorsfrú myndina hér til hliðar. 

Hópurinn er hér ásamt umsjónarmanni lokaritgerða Guðrúnu Helgadóttur (l.t.v.) og prófdómara Edward H Huijbens (l.t.h.). Nemendurnir eru taldir frá vinstri:

  • Anna Margrét Ólafsdóttir Briem skrifaði um Mikilvægi þess að varðveita verkþekkingu fyrir ferðaþjónustu,
  • Ólöf Vigdís Guðnadóttir: Markaðssetning áfangastaðar - Akraneskaupstaður,
  • Hólmfríður Erlingsdóttir: Skemmtiferðaskip og ferðalangar. Þjónusta, áhrif og áfangastaðir í landi,
  • Gunnar Páll Pálsson: Lækningaferðaþjónusta. Möguleikar á Íslandi,
  • Margrét Björk Björnsdóttir: Römm er sú taug...,
  • Alda Davíðsdóttir: Myrk ferðamennska. Eins dauði er annars brauð,
  • Jón Þór Bjarnason: Út við ysta sæ: Ferðaþjónusta á Skagaströnd og nágrenni
  • Guðrún Brynleifsdóttir: Þar sem leiklist og ferðaþjónusta mætast.
Einn útskriftarneminn vildi hvorki vera á mynd né vera nefndur í texta og var orðið við þeirri beiðni. Heimild: http://www.holar.is/fr416.htm

Kosningar og Krítarferð

Nú rennur allt saman í eitt, kosningarnar og niðurstöður þeirra munu berast okkur skötuhjúum til eyrna um suðandi langbylgju þegar við ökum í nóttinni suður í Leifsstöð, á leið í vikufrí á Krít. Þetta er útskriftarferðin mín, þetta eru tvær útskriftarferðir fyrir hana, og svo fögnum við því að hafa þekkst í 25 ár. Krókurinn er over and out fram í þarnæstu viku ;c)

Sjálfstæðisflokkurinn og siðleysið

Jóhannes í Bónus leggur heilsíðu í Mogga dagsins undir siðleysi embættisveitinga Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Jóhannes skorar á Sjálfstæðismenn að strika yfir nafn ráðherrans á kjördag. Mér finnast ásakanir Bónuskaupmannsins eiga fullan rétt á sér, en finnst hann bjartsýnn ef hann heldur að þetta virki. Dettur mér þá í hug Sjálfstæðismaðurinn sem sagði menn og málefni engu skipta: Hann myndi ekki hætta við að kjósa flokkinn þótt hundur sæti í fyrsta sætinu!

Leikvöllurinn Ísland

Gríðarleg aukning hefur orðið í innflutningi og notkun á torfæru- og fjórhjólum. Mestmegnis eru tækin hugsuð til að leika sér á, og leikvöllurinn eru óbyggð svæði Íslands. Eitt hjólfar í brekku snemma sumars verður að vatnsrás, sem árið eftir verður að læk. Í mínu nágrenni sé ég stórskemmdir á landi eftir hjólför frá í fyrra (allt upp í eins meters breiða skurði, 50-70cm á dýpt), en ég er viss um að hryllingurinn er bara rétt að byrja. Yfirvöld, bær og ríki, hafa brugðist nær algerlega í að úthluta þessum hópum leiksvæði sem sátt er um að megi skemma. Við höfum enn bara séð toppinn á þessum mannhverfa borgarísjaka!

Ertu enn óákveðin/n?

Hér er gagnvirk könnun sem kannski getur hjálpað þér.

Ókunn eldsupptök og íkveikja

Ég skora á fjölmiðlamenn að hætta ofnotkun á texta um grunsemdir á íkveikju. Tilefnið er þetta: Eldsupptök eru ókunn… en ekki er hægt að útiloka að kveikt hafi verið í !  Auðvitað ekki, upptökin eru ókunn, það er ekki hægt að útiloka neitt! Ekki heldur rafmagnsbruna eða íkveikju af slysni. Á bakvið bruna er fólk, t.d. sem á eða vinnur í fyrirtækjum sem brenna, eða íbúar heimila sem brenna. Fjölmiðlamenn: Takið upp ábyrgari og vandaðri vinnubrögð og hættið að hnýta þessum dylgjum aftan við texta um ókunn eldsupptök!

Johnsen í fjárlaganefnd?

Guðni Ágústsson talar um það í Mogga dagsins hvað gott verði að eiga Árna sem hauk í horni í fjárlaganefnd, ef flokkur hans felur honum þann starfa, eins og jafnan áður. Myndefni af Árna hefur verið með dauflegra móti,  í baráttunni síðustu vikur, eiginlega bara ósýnilegt, en spurning hvernig við verðum vör við kauða á næsta kjörtímabili?
mbl.is „Ímynd og innihald spila saman til lengri tíma litið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auka súrefni í Krítarflugi?

Er að fara til Krítar á sunnudag og rakst því viljandi inn á síðu Plúsferða til að sjá hvað þeir segðu um eyjuna. Sá þá mér til furðu að þeir bjóða auka súrefni í sínum flugferðum. Svona hljómaði þetta: 

Auka súrefni í flugvélinni kostar 6.000 kr. hvora leið. Bóka þarf súrefnið hjá sölumanni á skrifstofu fyrir brottför.

Getur einhver útskýrt þetta?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband