Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hvaða Hip Razical lag er best?

Síðastliðna nótt komu Hip Razical að sunnan úr Mix ehf., hljóðveri Jóns Skugga, með þrjú lög sem þeir tóku upp um helgina. Þetta eru fyrstu lögin þeirra sem eru hljóðrituð. Þau eru nú komin í spilarann hér til vinstri, en fyrir neðan hann er skoðanakönnun, um hvert laganna þriggja, It Stays the Same, O.D. eða Untrue Stories, þér finnst best.

Við heppin...

Vá hvað við erum heppin, bara með 7,5% verðbólgu... sem kostar meðalfjölskylduna aukalega bara fimm hundruð þúsund á ári... Heppin ;c)


mbl.is 2.200% verðbólga í Zimbabwe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsyn þess að skipta út mönnum í stjórn!

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra var í viðtali í dag þar sem hann sagði að það væri heppilegt að skipta reglulega um stjórn, það væri fullkomlega eðlilegt og nauðsynlegt! Spurning er hvort kjósendur eru búnir að gera sér grein fyrir þessum sannindum?

Hvaða hagkerfi?

Samfelldur hagvöxtur hefur verið um skeið, en nú sér fyrir endann á honum. Ekki er útilokað að lendingin verði hörð. Hagkerfið hefur verið knúið áfram af erlendu lánsfé, útlán banka hafa aukist gríðarlega, smásöluverslun og viðskiptahalli aukast sem aldrei fyrr. Ekki er þó víst að niðursveiflan hafi áhrif á langtíma efnahagsþróun, ef landið er tilbúið til að taka þátt í samhæfingu hins alþjóðlega viðskiptalífs. Þetta las ég nú um Rússland í Morgunblaði dagsins.

Sæluvika - smekkfull af skemmtilegheitum!

Það þykir gott að fá Óskarinn í kvikmyndum og örn í golfi, en Skagfirðingar fá hvorutveggja í Sæluvikunni, sem hefst um næstu helgi. Meðal góðra gesta eru Óskar Álftagerðisbróðir, Örn Árnason, Vigdís Finnbogadóttir og Gísli Einarsson, en annars er vikan frá sunnudeginum 25. apríl til sunnudagsins 6. maí, smekkfull af leikritum, tónleikum, sýningum, dansleikjum, veitingum og vínkynningum, hagyrðingakvöldi og upplestrum, körfubolta og óperunni LaTraviata. Það verður líka boðið upp á vatnslitavísur, söngatriði, menningarkvöld, þjóðakvöld með mat og atriðum, pöbbastemningu með Magna, Dægurlagahátíð, bíósýningar, mörg kóraatriði, harmonikudagskrá, það verður opinn dagur fyrir skotglaða á skotvelli Ósmanns og sæluvikumatseðlar á veitingahúsum. Skagfirðingar taka vel á móti gestum :) ... hér er DAGSKRÁIN!

ISDN+ - Súper háhraðatenging a la Stulli

Ég talaði um daginn við ferðaþjónustubónda sem býr spölkorn norðan við þéttbýlisstað á Norðurlandi. Þar er gott að vera, mikil náttúrfegurð og ekkert gsm-samband til að trufla kyrrðina. Bærinn er nettengdur með svokölluðu ISDN+ sem mun vera algengt í sveitum og kemur sér vel þegar háskóli er stundaður í fjarnámi. Nemendur fá reglulega kennsluefni, þar á meðal talglærur. Þetta er pakki með ppt-glærum sem kennarinn talar inn á, svona svipað og að sitja í kennslustund. Sumir glærupakkarnir eru stuttir, tekur ekki nema 15 mínútur að hlusta á og keyra í gegn. Það tekur hinsvegar um 6-7 klukkutíma að hlaða þessum korters pakka niður með háhraðatengingunni hans Sturlu, þar sem mínútugjaldið tifar í takt við hnignandi byggðirnar....

ISDN+, hvað verður það betra?


Drangeyjarjarlinn ferðafrömuður ársins 2007

Jón Eiríksson Drangeyjarjarl - Mynd: JÞBJón Drangeyjarjarl hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald áDrangeyjarskáli, byggður 1984. Úr lundaveiðiferð JÞB ofl - á myndinni stendur Pétur Ben. aðstöðunni í Drangey. Það væri hægt að halda lengi áfram að telja upp afrek Jóns. Síðastliðna helgi var Jón valinn ferðafrömuður ársins fyrir starf sitt. Í dómnum segir m.a. að viðurkenningin sé veitt fyrir "einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt…"

Þið sem ekki hafið farið í siglingu með Drangeyjarjarlinum, takið frá dag í sumar til að upplifa magnaða sögu- og náttúruferð!


Sýndarvelferð

Fréttamaður: Segðu mér Geir, þarf tuttugu ár í BUGL-verkefnið?

Geir: Hmmmm

Fréttamaður: Ertu að segja að þið þurfið fjögur ár til viðbótar við þessi sextán til að gera það sem gera þarf þarna?

Geir: Hmmmmm

Fréttamaður: Nei svona án gríns Geir, þið eruð nú ekki alvöru velferðarflokkur?

Geir: Hmmmmmmm

Auðvitað var þetta ekki svona, viðtalið hér að ofan er bara uppspuni. Fréttamenn spyrja ekki svona spurninga, og stjórnmálamenn svara heldur ekki svona, þótt fullt tilefni sé stundum til. Að sjálfsögðu svaraði Geir Haarde spurningum um þetta velferðarmál eins og hann hefur oft gert áður: "Menn gera sér auðvitað grein fyrir vandanum.............. bla, bla, blaaaaaaaaaa!!!"


Eru Vestfirðingar hættir að vinna?

Ljótt að skilja útundan...Tekjur Vestfirðinga hafa farið úr því að vera þær hæstu á hvern íbúa í landinu, í það að vera þær lægstu. Hagvöxtur er neikvæður meðan hann er jákvæður annarsstaðar á landinu. Of langt mál væri að útskýra allar breytistærðir og orsakir þessa, en sökin liggur að stórum hluta hjá ríkisvaldinu. Vestfirðingar vinna auðvitað baki brotnu eins og þeir hafa alltaf gert. En hvað? Mér finnst eins og Steinn Steinarr verði að fá orðið:

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið!


Valdníðsla Skjásins!!!

Hverslags viðskiptahættir eru það eiginlega í nútíma markaðsumhverfi að breyta einhliða vöru sem maður kaupir, taka út hluta af því sem keypt er, án þess að láta vita eða biðjast velvirðingar á breytingunum? Í nokkur ár hef ég verið kaupandi að Topp-pakka Skjásins. Í upphafi voru ákveðnar rásir í pakkanum sem heilluðu og höfðu áhrif á kaupin. Síðan þá hafa reglulega verið að detta inn og út rásir; MTV hvarf á sínum tíma, og nú um daginn datt Sirkus út. Þeir bera það fyrir sig að 365 hafi ákveðið að læsa síðastnefndu rásinni, en mér kemur það lítið við, ég er ekki í viðskiptum við það fyrirtæki. Upphaflega var þetta 10 rása pakki hjá þeim, nú eru þær bara 8, ef frá er talið frístöðin Skjár 1 og klukkutíma seinkun á Sjónvarpinu. Í mínum huga er þetta bara þjófnaður um hábjartan dag og ég held að ekkert fyrirtæki hafa jafn óheppilegt slagorð: Skjárinn – á þínu valdi!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband