Færsluflokkur: Spaugilegt

Hvað ef guð væri bíll?


Flugvöllur er ekki sama og flugvöllur

Fyrir rúmum tveimur áratugum kom þýskt par á puttanum upp að Hveravöllum. Þá var umferð minni um Kjöl en nú er. Þau voru léttklædd og án nokkurra vista, því þau ætluðu ekki að stoppa lengi. En urðu samt sem áður strandaglópar þarna í einhverja daga. Þau höfðu séð á landakorti að þarna væri flugvöllur og höfðu hugsað sér að taka næsta áætlunarflug tilbaka! Grin


Svelgur sem gleypir einbýlishús

Á ferð sinni undir Vatnajökli fundu ferðamenn svelg. Slíkir svelgir eru algengir við jökuljaðra og geta verið hættulegir í að falla. Þessi svelgur var stór og létu ferðamenn Landsbjörgu vita af honum, sögðu að svelgurinn gleypti léttilega heilt einbýlishús. Það getur varla verið rétt, því það er er stórmál að koma heilu einbýlishúsi alla leið upp að Vatnajökli.

Misskilin hagnaðarvon?

Sporðrenndi nokkrum vefsíðum með morgunkaffinu. Á dv.is var tvennt sem rann saman í eitt, annarsvegar fyrirsögnin: Þjófur tekinnn með lyftingarlóð! ...og hinsvegar: Reykjanesbær tekur á móti tugum lóða!

James Bond - The fourth cod war!


Komið aftan að föngum

TattooÞað þykir ekki öruggt að beygja sig eftir sápu í sturtu í fangelsi, meðal mikið þurfandi meðbræðra sinna. Ég myndi líka hugsa mig tvisvar um áður en ég mætti nakinn í sturtuna í djeilinu með þetta tattú á bakinu Devil

Þessi viðbót er kannski alveg útúr kú, en fékk mig til að velta vöngum:

"Ber er hver að baki nema bróður sér eigi"


Meira kreppuskrípó

Það er gott að nota hláturinn til að halda sönsum; hér er Veigar Freyr á ferð með fullt af fínu gríni. Uppáhaldið er GHH að biðja um lán hjá Kínverjunum, lol LoL

 

Fjallkonunni nauðgað

 


Húmor í kreppunni

Þessi síða er bara algjör snilld, góð ádeila og vel unnið! Elska sérstaklega Little Britain-stælinguna á DAFFÝD (nú Oddsson)... the only fool in the country, lol LoL

Sjá roðann í austri

Nú þegar margir eru að verða aðkrepptir í fjármálum er mikil þörf á vinskap og hlýju. Rauði krossinn styður við fólk í neyð, er með vinalínu sem hægt er að hringja í og fá huggun harmi gegn. Þar er allt frítt. Aðrar neyðarlínur taka gjald sem sumir hafa ekki lengur efni á að greiða. Til að koma til móts við allra þarfir í kreppunni mæli ég með að boðið verði gjaldlaust upp á sameinaðar vinalínur Rauða krossins og Rauða torgsins... væri það ekki brilljant? Wink

Þyrlurnar íþyngjandi

Ókeypis þyrla með morgunkorninu Credit CrunchNú vilja menn ólmir losa sig við rándýr góðærisfarartæki, eins og t.d. þyrlur... og nota til þess öll ráð, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd LoL

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband