Sjallarnir sauðtryggir og samir við sig

Það er misjafnt sem menn finna upp á til að réttlæta endurkomu Árna Johnsen í íslensk stjórnmál. Fyrir nokkru síðan las ég skrif eftir mann sem sagði að ef Árni hefði verið starfsmaður Evrópusambandsins og stolið úr þeirra sjóðum, þá hefði honum líklega EKKI verið refsað fyrir, en þessi bloggari hafði sannanir fyrir því að einhverjir starfsmenn sambandsins hefðu stolið, en sloppið án refsingar. Það er víða misjafn sauður í mörgu fé og aldrei gott þegar mönnum er ekki refsað fyrir brot sín. En markmið skrifa fyrrnefnds bloggara var ekki að segja okkur frá því. Hvað vildi hann þá með skrifum sínum?

Jú það kom á daginn að hann var að leita að leið til að spyrða saman eitthvert svínarí í Evrópusambandinu við stjórnmálaflokk uppi á litla Íslandi, nefnilega Samfylkinguna. Hann skammaði flokkinn að þeir skyldu voga sér að tala hlýlega um Evrópusambandið á sama tíma og einhverjir flokksmeðlimir væru að gagnrýna endurkomu Johnsens. Fjárdráttarmenn í Brussel = Samfylking = Kombakk hjá Árna = OK. Sjálfsagt kaupa einhverjir þessu skrýtnu röksemdafærslu, efast um heiðarleika Samfylkingarfólks (vegna brota starfsmanns EU) og finnst ekkert athugavert að Árni Johnsen komist aftur með skítuga fingur að kjötkötlunum. Já þau eru mörg skrýtin rökin sem sjálfstæðismenn nota til að reyna réttlæta endurkomu þessa manns, ég segi nú ekki meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband