Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sigfús svartsýnn á Serbíuleikinn?

Blaðið spurði vegfarendur á förnum vegi að því í dag hvernig handboltaleikur Íslands og Serbíu færi. Handboltastrákurinn stórvaxni, Sigfús Sigurðsson; betur þekktur sem Fúsi línumaður, átti svar dagsins: 2-0, og seinna markið verður úr horni!

Landbúnaðarsýning þróast í skagfirskri sveitasælu

Síðastliðin tvö ár hefur landbúnaðarsýning verið haldin í Reiðhöllinni við Sauðárkrók, en í fyrraFánaborg við innganginn - 2006 kynntu tæplega þrjátíu fyrirtæki vörur sínar og tæplega tvö þúsund manns heimsóttu svæðið. Í takti við þá framtíðarsýn að sýningin vaxi og dafni og teygi anga sína víðar um Skagafjörð í formi ýmissa tengdra viðburða, þá hefur hún nú hlotið nafnið:

SveitaSæla 2007

LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ

í Skagafirði 17. – 19. ágúst

Auk tengingar við búsæld og sveitastemningu sækir nafngiftin innblástur í aðra og þekktari skagfirska "sælu", nefnilega Sæluvikuna, sem byrjað var að halda hátíðlega á Krók fyrir meira en hundrað árum síðan. Til viðbótar þessum skemmtilega fjölskylduviðburði verður Norðurlandsmót æskunnar í frjálsum íþróttum á Króknum þessa helgi, og Kántrýdagar á Skagaströnd, í aðeins hálftíma fjarlægð. Hér er því komin tilvalinn valkostur fyrir áhugafólk um íslenska landsbyggðarmenningu :)  ...sjá einnig dagatal með fleiri skemmtilegum viðburðum á Norðurlandi í sumar með því að smella HÉR


Vel tuggin dýr betri fyrir meltinguna

Gjóaði augunum á auglýsingaskilti í gær á leið minni útúr Reykjavík. Það var frá tryggingarfélagi og mér sýndist boðskapurinn væri sá sami og ég hef ítrekað við börnin mín við matarborðið, að gleypa ekki matinn sinn ótugginn. Var að vísu á nokkurri ferð framhjá, en sá ekki betur en auglýsingin segði: "Tyggjum dýrin!"

Er Krókur betri en Kelda?

Flestum finnst það já, en ekki þeim Króksurum sem verða heima um mánaðarmótin júní/júlí, þegar vinirnir verða komnir á Hróarskeldu...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband