Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hundsaði Seðlabankinn ráðleggingar Stiglitz?

"Takmörk á hraða útlánaaukningar einstakra banka eru ef til vill einnig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármálakreppu á síðari árum og að öryggisnet fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmarkanir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjárkröfur, hærri innborganir í innlánstryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hraðar en tiltekin mörk leyfa." Ágrip úr skýrslu Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í Hagfræði 2001, til Seðlabanka Íslands.


Áherslur Sigurðar Kára

Sjálfstæðisflokkurinn á einna stærstan þátt í þeim hamförum sem lagt hafa efnahag okkar lands í rúst. Nú segjast þeir vera á kafi í björgunarstörfum í rústunum.  Þing kom saman á ný í dag eftir jólafrí. Og hvaða málefni skyldu mönnum vera efst í huga við þær hörmulegu aðstæður sem nú blasa við?  Sjáið fjórða mál á dagskrá Alþingis í dag með því að smella HÉR. Skál Sigurður Kári!

Er þetta hinn dæmigerði Íslendingur?

Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður

Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.

Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,

Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.

 

Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu

í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.

Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu,

Þótt einhvernjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.

 

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,

að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.

Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.

Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.

 

- Steinn Steinarr -


Spillingarlið

Alveg blöskrar manni hvað enn er í gangi af ógeði, eins og ekki sé nóg komið. Hvað finnst mönnum um ÞETTA? Fyrir þá sem ekki nenna að lesa fréttina, þá segir Mogginn m.a. þarna: "Nú ganga stærstu hákarlarnir um nýju bankana og hamast á starfsfólki að finna lausnir. Niðurfelling lána er þar efst á blaði. Einnig að aftengja ábyrgð milli félaga þeirra. Þá reynir á styrk núverandi stjórnenda!"
mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

James Bond - The fourth cod war!


Meira kreppuskrípó

Það er gott að nota hláturinn til að halda sönsum; hér er Veigar Freyr á ferð með fullt af fínu gríni. Uppáhaldið er GHH að biðja um lán hjá Kínverjunum, lol LoL

 

Fjallkonunni nauðgað

 


Draugagangur upphefst í Seðlabankanum

Guðni Þórðarson er stórt nafn í ferðaþjónustu á Íslandi, hann var frumkvöðull í að bjóða ferðir til sólarlanda. Fyrirtæki hans, Ferðaskrifstofan Sunna og Air Viking, voru öflug á sínu sviði á áttunda áratugnum, en voru á endanum þvinguð í þrot af yfirvöldum og samkeppnisaðilum. Í merkilegu viðtali við Guðna nefnir hann Flugleiði, Samvinnuhreyfinguna og Seðlabankann, sem lykilöfl í þeirri nýðingslegu herferð (sjá fyrirsögnina: Draugagangur upphefst í Seðlabankanum). Guðni veltir því fyrir sér hvort slíkt geti endurtekið sig, nú þegar samkeppni og frelsi í viðskiptum eiga að vera allsráðandi . "Því miður er ég þeirrar skoðunar að enn séu til öfl sem eru svo sterk að þau geti sett hvern sem ekki er þóknanlegur út af sakramenntinu…" segir Guðni í lok viðtalsins. Stórmerkileg viðtöl við 27 frumkvöðla í íslenskri ferðaþjónustu má sjá HÉR!

Bæjarhálfvitinn á bryggjunni

Nú þegar komið hefur í ljós að æðstu stjórnendur hafa brugðist okkur svo hrapalega sem raun ber vitni, dettur mér í hug saga sem ég heyrði á sínum tíma í Noregi. Bæjarhálfvitinn var eitthvað að væflast niðrá bryggju, þar sem risaflutningaskip lá við festar. Skipstjórinn stóð hátt uppá brúarvæng og spókaði sig sperringslegur, þegar hann kom auga á vitlseysinginn niðrá bryggju. Vantar þig vinnu ræfillinn? kallaði  skipstjórinn til hans og glotti góður með sig. “Tja, þa... það er a a a aldrei að vita” var stamað spekingslega neðan af bryggju. “E E Ertað sssspá í að hhhhætta?” Devil   Samkvæmt ÞESSUM manni hefði bæjarhálfvitanum ekki tekist ver upp við að stýra þjóðarskútunni en þeim sem verið hafa við stjórnvölinn hér á klakanum kalda síðasta áratug. Spurning hverjir eru aðal-bæjarhálfvitarnir í dag...?!!!
mbl.is Margir óvissuþættir í spánni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi atvinnuleysi í Kína veldur óróa og fólksflótta.

Samkvæmt frásögn opinberra embættismanna er lausafjárkreppunni kennt um að tugþúsundir farandverkamanna eru nú á förum frá borginni Guangzhou í suður-Kína eftir að hafa eftir að hafa misst störf sín. Kreppan veldur því að brottfararfarþegum á aðalbrautarstöð borgarinnar hefur fjölgað í 130.000 manns á dag.

Í Goangzhou, sem er ein helsta framleiðsluborg Kína, hefur fjöldi útflutningsfyrirtækja orðið gjaldþrota upp á síðkastið. Kínverskir embættismenn hafa áhyggjur af því að skyndileg aukning á atvinnuleysi geti leitt til ólgu í samfélaginu, og þegar hefur fréttst af ófriði og mótmælum í héruðunum Zhejiang og Guangdong. Þau útflutningsfyrirtæki sem hafa orðið verst úti framleiða leikföng, skó og húsgögn.

Vaxandi deilur á vinnumarkaði vegna gjaldþrota og uppsagna í þessari viku hafa neytt yfirvöld í borginni Shenzhen til að gefa út viðvörun, þar sem þau kalla eftir samvinnu opinberra stofnana til að reyna að draga úr vaxandi ólgu. Shirong Chen, sem starfar við greiningar fyrir BBC í Kína, segir að hliðaráhrifa muni einnig gæta víðar í landinu, þar sem um 1,3 milljónir íbúa jarðskjálftahéraðanna í Sichuan-héraði starfi í Shenzhen. Þrjár milljónir farandverkamanna í sveitarfélaginu Chongqing, sem hafa árlega sent andvirði milljóna dollara heim í hérað, standa nú frammi fyrir atvinnuleysi og skertum tekjumöguleikum. (Heimild: BBC News Magazine)


Höfuðstöðvar Nýja Glitnis á Akureyri

Höfuðstöðvar Nýja Glitnis á Akureyri

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband