Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Svo blogga ég líka stundum...

... þegar ég er nýbyrjaður aftur að reykja, eftir tæplega sólarhringshlé eða svo. Ég er ekki viss um að Bubbi hafi verið að tala um akkúrat þetta, þegar hann sagði að sumarið væri tíminn... hann allavega hafði það ekki í huga að landbúnaðarsýning væri framundan og að stjórn slíkra viðburða fylgdi heilmikið stress:) Verst að enginn myndaði mig í dag þegar ég kveikti aftur í, og birti um það fall-frétt... þá hefði maður kannski grætt á þessu 700 þús spírur ;c)

Ég blogga af því að ég er...

... hættur að reykja enn einn ganginn!

Lundinn ekki alveg horfinn...

Lundaveiðiferð 2007 - Guðbrandur Ægir, Jón Þór og Bjarni MárÍ vikunni þaráundan fóru vaskir kappar á zodiacplastara í Drangeyjarferð. Gist var í skálanum góða og dvalist þar tvær nætur. Eitthvað var reynt að háfa af lunda, en það gekk brösuglega til að byrja með. Okkur leiddist þó ekki, það er ekki hægt í svona eyju, sem er löðrandi í sagnaarfi, jarðfræðiundrum og stórkostlegu fuglalífi, að maður tali nú ekki um frískandi félagsskapinn af hverjum öðrum. Á síðasta degi kom þoka og með henni, já merkilegt nokk, vindur! Þá tók fuglinn upp á því að fljúga í háfana, já við bara komust ekki hjá því að aflífa nokkra. Og tókum svo mynd af öllu saman, í þokunni. En ekki samt segja Vestmannaeyingum frá því að enn sé nóg af lunda í Drangey... usssss

Kallar Bóbó á bleyjur?

Það er víst ekki óalgengt að karlmenn nefni tillann á sér ýmsum nöfnum. Einn miðaldra náungi fyrir austan kallar sinn lilla Bóbó. Honum finnst Bóbó soldið flottur og er sannfærður um að hann deili sinni hrifningu með fleirum. Þegar hann fær sér í glas verður hann stundum voða montinn af Bóbó. Eitt sinn vatt hann sér að manni við barborð og sagði rígmontinn: "Þær míga alveg í sig kellingarnar þegar þær sjá Bóbó!" Þetta átti auðvitað að virka voða töff, en hvað getur það nú verið spennandi að þurfa að fást við hlandblautar kellingar? LoL

Enginn hundur í mér á þessum sólskinsdegi

Það er allt í lagi að vera æstur, að láta sig málin skipta og geta tjáð skoðanir sínar af tilfinningaþunga, en að mínu mati er sjaldnast í lagi að taka þátt í múgæsingu. Reynslan hefur sýnt okkur að við þannig aðstæður brenglast dómgreindin og við veitum okkur sjálfum grimmdarlegt "veiðileyfi" á samborgara okkar. Við þessar blindandi aðstæður gleymist alveg að tvær hliðar eru á flestum málum og allt of sjálfsagt verður að dæma náungann hart, stundum á alltof veikum grunni. Þó ég sé hissa á okkur mannfólkinu, þá er enginn hundur í mér í dag, þegar sólin skín bæði ytra sem innra.

Garanterað létt lunda geð

Lundaveiðiferð 2006Nú brestur á með árlegri veiðiferð í Drangey, þar sem dvalist verður í tvo daga við að háfa lunda. Það getur þó oft verið snúið ef lygnt er, því þá flýgur fuglinn minna og hægar og lítið veiðist, en spáin er því miður í þá veruna. Bresti í aflabrögðum er þó allajafna tekið með stóískri ró, enda ekki síður gefandi að njóta náttúrunnar og útivistar í góðum félagsskap. Hvort sem lundinn verður snúinn eða ekki, er nokkuð víst að lundin verður létt þegar komið er úr eyjaferðinni.

Upprekstur er upplifun!

Í gærkvöldi, og reyndar fram á bjarta sumarnóttina, tók ég þátt í upprekstri á fé. Eitthvað á annað hundrað skjátur með afkvæmum voru reknar upp Staðaröxlina og upp á Kerlingarhálsinn. Safnið silaðist upp ganginn og voru bæði menn og fé móð og másandi á köflum. Þarna tvístruðust fjölskyldur í hamaganginum og því var stoppað í tvígang uppi til að leyfa ánum að lemba sig. Engri rollu var svo hleypt inn á afréttinn nema hún væri með sín eigin lömb; einlembdar voru með rautt teip á horni, þrílembdar með blátt teip, en þessar tvílembdu teiplausar. Svo voru gemlingar með bláan spraylit á bakinu. Þetta þurfti allt að gaumgæfa áður en fararleyfi var gefið út í rúmlega tveggja mánaða frelsi á fjöllum. Ég var lúinn en alsæll þegar komið var niður aftur eftir fimm klukkutíma törn, og í kaupbæti hafði skilningur minn á sauðfjárbúskap margfaldast í þessari fróðlegu ferð (hann var reyndar ekki mikill fyrir). En það verður öðruvísi upplifun að grilla í kvöld.

Ég er nauðgari!

Ég þarf að játa! Ég hef klætt konur úr buxunum, án þess að spyrja þær um leyfi. Ég hef haft samfarir við konur sem ekki hafa sagt "já", enda var engin spurning borin upp: Núningur og líkamstjáning þótti fullnægjandi samþykki. Og ég hef ýtt konu inn á klósett og læst á eftir okkur. Reyndar minnir mig að sú kona hafi togað jafnmikið og ég ýtti, en þetta er ekki alveg ferskt í minningunni, þar sem ég var blindfullur; reyndar við bæði. Það var lítið um formlegheit: Hvorugt sagði "já", né heldur hafði fyrir því að kynna sig! Konur hafa líka klætt mig úr buxunum án þess að spyrja um leyfi. Í tvígang hafa konur komið mér í vandræðalega stöðu með því að fara niður á hnén og renna frá klaufinni á buxunum mínum. Ég var ekkert spurður! Reyndar var það svo að oftar en ekki hérna í den, á útihátíðum, sveitaböllum og í partíum, var meira framkvæmt en talað um aðalmálið á dagskrá! Í augum dómstóls götunnar í dag er ég trúlega margfaldur nauðgari, en ég vara við því að alvöru dómstólar fari að elta þá hryllilegu múgsefjun sem nú tröllríður daglegu spjalli. Þessi útópíska hugmyndafræði sem siðapostular spjallvefjanna kalla eftir er bara tómt kjaftæði á meðan menn og konur dópa og drekka brennivín í því magni sem tíðkast! Eftirsjá konu má aldrei verða til þess að grandalaus maður lendi í fangelsi! Og bæðevei: Vorið þið búin að lesa um þýska strákinn á bls. 19 í laugardags-Mogganum (7.júlí 2007)?

Stórfurðulegt fjörutíu ára stálminni

Í gær heyrði ég í ókunnugum manni vegna sýningarinnar sem ég er að stjórna og verður hér á Krók síðar í sumar. Undir lok símtalsins, þegar erindum var lokið, fór hann að spyrja mig út í búsetu uppúr miðri síðustu öld (smá ýkt:).  Hvort ég hefði búið í Reykjavík sem krakki. Þegar ég svaraði því játandi sagði minn maður: Tja, þá erum við bekkjarfélagar! Ha? sagði ég…hvaðan? Nú úr Álftamýrarskólanum… þegar við vorum átta ára! Hann bætti því svo við að síðasta hálfa veturinn, áður en ég flutti á Krókinn, þá hefðum við setið hlið við hlið í tímum hjá Sigríði Rögnu, sjónvarpsstjörnu. Ég hef síðasta sólarhringinn reynt grufla og að rifja upp, en man barasta ekkert eftir þessu. Sorry, allt farið...   En mikið er maður samt heppinn að einhverjir hafa svona stálminni og geta rifjað upp með manni skemmtilegheit úr fjarlægri fortíð.

Lítil bloggstemning...

Nú er sumar, náttúran blómstrar og einhvernveginn allt annað við að vera heldur en að blogga. Næsti þungviðrisdagur gæti þó lífgað skrifgleði eitthvað, hver veit?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband