Hættuleg íblöndunarefni í matvælum

Nauðsynlegt er að minna reglulega á varnaðarorð um hættuleg aukaefni í mat. Því miður er enn mikið um það að við innbyrðum nokkuð magn slíkra efna daglega án þess að spá sérstaklega í það. Eitt af því allra varasamasta er bragðaukandi efni sem heitir E-621 eða MSG (natríumglútamat), en finnst bæði dulbúið og undir öðrum nöfnum, s.s. food enhancer, smagforstærker, glutamate o.fl.

Þetta efni hefur talsvert verið rannsakað og fyrir utan að geta haft skaðleg áhrif á taugafrumur og valdið verkjum í vöðvum, liðum, höfði og maga, benda nýlegar rannsóknir til þess að samband sé milli neyslu þessa efnis og Altzheimer, vefjagigtar, MS og MND. Svæsnust áhrif hefur efnið þó þegar það fer saman með öðrum efnum (t.d. E133) sem blandað er í matvæli, en þá magna þau hvort annað upp og hafa margföld skaðleg áhrif á taugafrumur (hægja á vexti og trufla boðskipti). Fyrir börnin okkar getur þetta valdið vanda sem þau munu glíma við allt sitt líf.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband