Full harkaleg hreingerning

Í heimsókn Ferðamáladeildar Hólaskóla í Alþjóðahúsið við Hverfisgötu nú í vikunni fræddi Gerður Gestsdóttir okkur um margþættan vanda sem fylgir því alþjóðlega andrúmslofti sem nú umlykur margar greinar íslensks atvinnulífs, ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Hún sagði mikilvægt að tala hægt og skýrt til starfsmanna sem ekki skilja íslensku vel, nota einföld orð og endurtaka leiðbeiningar með öðrum orðum, til að koma í veg fyrir misskilning, eins og í eftirfarandi sögu:

Verkstjóri á byggingarstað kallaði skipandi til útlenda hópsins rétt í þann mund sem hann stökk upp í bíl sinn: "Og veriði svo búnir að þrífa kaffiskúrinn áður en ég kem aftur!!!" Þegar hann kom til baka tveimur tímum síðar blasti við stafli af timbri og krossviðarplötum þar sem skúrinn hafði staðið, en útlendu starfsmennirnir voru búnir að vinna það verk sem þeim heyrðist hann hafa gefið skipun um: Að þeir ættu að rífa skúrinn áður en hann kæmi tilbaka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband