Hvenær fáum við líka?

Þetta lítur allt voða vel út á skjánum hjá mér, alveg eins og ég geti leigt mér mynd ef mig langar. En svo reynist ekki vera. Þegar ég vel gerist ekkert. Stórir hlutar landsbyggðarinnar eru ekki með, þ.m.t. 12. stærsta sveitarfélag landsins, Skagafjörður. Fyrir holdafarið er þetta kannski bara plús, því í staðinn hleyp ég út í sjoppu og leigi mér mynd upp á gamla mátann, og losna við nokkra millimetra af ummálinu í leiðinni.
mbl.is 1000 kvikmyndir leigðar á dag á Skjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór,

Anna Björk heiti ég og er starfsmaður hjá Símanum. Eins og ég sagði á öðru bloggi núna rétt áðan, þá er rétt að við getum því miður ekki veitt fulla þjónustu í sjónvarpinu út um allt land – enn sem komið er. Það er þó ekki af því að okkur langi ekki til þess, en einfaldlega af því að það er ekki fræðilega mögulegt að byggja upp og uppfæra netin á öllu landinu í einu. Við verðum því að byrja einhvers staðar og vinna okkur út frá því og til að við eigum fyrir fjárfestingunum sem þetta hefur í för með sér er það yfirleitt sjálfgefið að byrja þurfi á fjölmennustu svæðunum – þ.e. Reykjavík. Ég er sjálf utan af landi og ef ég mætti ráða ein yrði alltaf byrjað á Borgarfirði ;-) (Reyndar er ég ættuð úr Blönduhlíðinni, en nú er ég komin á hálan ís ef fleiri blogga um þetta, og ég þarf að svara, því ég á engar ættir að rekja til t.d. Hafnar í Hornafirði og get ekki eignað mér slíkar tilfinningar um það svæði ;-)).

Uppbyggingin er sem sagt ennþá í gangi og við munum tilkynna ný svæði jafnóðum og kemur að þeim.

Bestu kveðjur og góða helgi!

Anna Björk Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Takk kærlega fyrir greinargóð svör Anna Björk. Flott ef bloggið er farið að virka svona, maður gerir athugasemd við frétt og fær svör inn á síðuna um hæl :)  ... greinlegt að þið vaktið ykkar mál og að ykkur er annt um viðskiptavinina, það er alltaf notalegt að finna það. Ég skil vel að það verði að byggja þetta upp í áföngum og að stærstu markaðssvæðin verði fyrst, þau eru væntanlega undirstaða þessa reksturs. En gaman væri að heyra af því ef til er áætlun um hvenær eigi byrja að bjóða þessa þjónustu á Sauðárkróki. Takk aftur Anna og sömuleiðis góða helgi!

Kveðja af Krók,

Jón Þór 

Jón Þór Bjarnason, 16.3.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband