Ósigrandi þvermóðskuþjóð

Var á fyrirlestri Einars Más á Gljúfrasteini á sunnudag, þar sem hann fjallaði um Bjart í Sumarhúsum. Ein sagan sem hann sagði var úr þorskastríði Íslendinga og Englendinga. Breskur ráðherra vildi kynnast óvininum og bað ráðgjafa sinn að útvega bók sem væri lýsandi fyrir þessa litlu eyþjóð í norðrinu. Ráðgjafinn ráðfærði sig við bókfróða menn sem mæltu með því að ráðherrran læsi Sjálfstætt fólk. Að lestri loknum leit ráðherrann raunamæddur á ráðgjafa sinn og sagði: Þetta stríð vinnum við aldrei!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband