Skítt að vera drepinn vegna klósettferðar

Lögreglan á það til að gera mistök, þó þau séu sem betur fer sjaldan jafn afdrifarík og í tilfelli brasilíska rafvirkjans sem Lundúnalögreglan skaut til bana á lestarpalli í hitteðfyrra. Löggan grunaði mann um að undirbúa hryðjuverk og var hópur sendur til að fylgjast með honum. Því miður var aðeins einn í lögguhópnum sem gat borið kennsl á hinn grunaða. Þegar honum varð mál og þurfti að bregða sér á klóið á krítísku augnabliki, hófst eftirför á röngum manni, saklausum rafvirkja sem hinum lögreglumönnunum fannst líkjast þeim grunaða. Stuttu síðar galt svo Brasilíumaðurinn fyrir klósettferð löggunnar með lífi sínu. Helvíti skítt verður maður að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband