Úrslitakvöldið Hip Razical óhagstætt

Hip Razical frá Sauðárkróki lentu á úrslitakvöldi Músiktilrauna í nokkrum vanda. Tónlist þeirra hljómaði illa, sérstaklega í upphafi, sem kannski bæði má skrifa á vondan hljómburð Hafnarhússins fyrir rafmagnaða tónlist, auk þess sem hljómsveitin hafði ekki fengið nema brot af þeim hljóðprufutíma sem boðið var upp á á undankvöldinu í Loftkastalanum. Hljómurinn skánaði þegar leið á flutning laganna þriggja, en strákarnir í Hip Razcial voru hinsvegar hvorki nægilega samstilltir né öruggir. Á svona kvöldi fá menn bara eina tilraun og þurfa að "toppa" til að komast alla leið! Það tókst því miður ekki.

Í mánudagsblaði Morgunblaðsins (bls.34) segir Árni Matthíasson: "Hip Razical var…ekki eins sannfærandi og í undanúrslitum. Sveitin lenti líka í smá hljómvandræðum í fyrsta laginu, en náði sér svo ágætlega á strik. Það spillti þó nokkuð fyrir henni að bassaleikarinn er ofvirkur á bassann, spilar allt of mikið, og fyrir vikið var annað lag hennar, sem er býsna gott, leðjukennt á kafla. Síðasta lag sveitarinnar var best, mjög vel heppnað lag með fínni laglínu, sem fékk þó ekki að njóta sín sem skyldi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband