Músiktilraunir reknar úr húsi!

Fjórða undankvöld Músiktilrauna stendur nú yfir, með rúmlega klukkustundar óvæntu hléi. Í Loftkastalanum, sem er einn af betri rokktónleikastöðum borgarinnar fyrir svona viðburði, er einnig í kvöld verið að taka upp spurningaþáttinn Gettu betur. Þegar þrjár af tíu hljómsveitum kvöldsins höfðu spilað sín lög, steig kynnirinn, Óli Palli á Rás 2, á stokk og tilkynnti miður sín að vegna of mikils fjölda í húsinu, yrði að rýma það í um klukkutíma. Allir út, sorry! Bannað er að hafa svona marga í húsinu og þetta uppgötvaðist ekki fyrr en á hólminn var komið. Nú eru hljómleikagestir Músiktilrauna í kaffi í Hinu húsinu og bíða þess að verði ekið með rútum aftur upp í Loftkastala, þegar Gettu betur verður lokið. Mesta furða hvað hópurinn tekur þessu með miklu jafnaðargeði, en auðvitað á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur á stemninguna, Hip Razical og hinar hljómsveitirnar sem eftir eru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband