Sjónhverfingar Hannesar Hólmsteins

Í nýjasta hefti Þjóðmála sem datt inn um bréfalúguna nú í morgun gagnrýnir Hannes það sem hann kallar "Sjónhverfingar prófessoranna" Stefáns Ólafssonar og Þorvalds Gylfasonar. Það þarf ekkert að tíunda um sýn Hannesar á ofurágæti hagstjórnar Sjálfstæðisflokksins, hana þekkja allir, og eru skrifin því marki brennd. Áhugasömum vil ég benda sérstaklega á línurit um verðbólgu á bls. 34, en það sýnir þróunina frá 1980 til 2004. Þeir sem muna verðbólgutoppinn á níuanda áratugnum átta sig á að síðan þá hefur verðbólgan mestmegnis verið á niðurleið, eins og línan í ritinu sýnir. Hannes velur að sýna aðeins þróunina til ársins 2004 og talar ekki um vaxandi verðbólgu dagsins í dag, vegna þess að það gagnast ekki hans málflutningi. Þannig stundar Hannes sjálfur sjónhverfingar í stórum stíl, en það ætti auðvitað engum að koma á óvart sem fylgst hefur með hans einhæfu söguskoðun í gegnum tíðina. Annars eru hægriáróður Þjóðmála að þessu sinni með þeim hætti að mér er skapi næst að segja upp áskriftinni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég hafði þetta til 2004, af því að flestar aðrar tölur voru til 2004 í ritgerðinni (að vísu ekki sumar, t. d. ekki spár fjármálaráðuneytisins). En í nýrri útgáfu, sem kemur í öðrum ritum, hef ég bætt við 2005 og 2006. Það breytir í rauninni ekkert myndinni: Verðbólgan datt niður í það, sem hún er í grannríkjunum, frá og með 1991. Ástæðan var aukið peningalegt og fjármálalegt aðhald. HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 27.3.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband