Færsluflokkur: Dægurmál

Þriðji ísbjörninn dauður og grafinn?

Sú saga fer nú hljóðlega á milli manna, m.a. hjá blaðamönnum í gúrkutíðarham, að þriðji ísbjörninn hafi komið á land ekki alls fyrir löngu, en hafi verið skotinn allsnarlega og urðaður í kyrrþey með álíka hröðum handtökum. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. Annars fannst mér gott hjá þjóðfræðingnum hjá Árnastofnun sem sagði, sem svar við þjóðtrúnni um að allt sé þegar þrennt er, að ef þriðji atburðurinn bættist nú við ísbirni og jarðskjálfta, og að í framhaldi af því yrði svartur maður forseti Bandaríkjanna, þá værum við komin með alveg nýja stærð í þessar þrennupælingar LoL

Auðleysanlegt mál...

... enda fordæmi fyrir slíku, sbr þetta mál Devil
mbl.is Boltinn hjá öðrum stjórnarmönnum Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bangsi vera góður...

Ísbjörninn og vinir hans á Þverárfjalli 3. júní 2008 - mynd: Skagafjordur.com...NEI BANGSI, skamm... við ólseigir Skagfirðingar... alveg óætir... HJÁLP, skjótið, skjótið!

(Mynd fengin að láni af skagafjordur.com


Ábyrgðarlaus pólitík í áfengismálum

Væntanlegt er frumvarp um að fara með vínið í matvörubúðirnar. Allir eru sammála um að auðveldara sé að nálgast vín í matvörubúðum en í Vínbúðunum. Það heitir að aðgengi aukist, sem leiðir til aukinnar neyslu. Sigurður Kári þingstrákur sagði í sjónvarpinu í kvöld að ef það yrði raunin, þá yrði að auka forvarnir. Þær kosta peninga, en í nýja frumvarpinu er talað um að lækka áfengisgjaldið sem rennur til ríkisins. Við þessar breytingar hefði ríkið minni tekjur af vínsölu en nú. Ef auka á fjármagn til forvarna á sama tíma og tekjur minnka af vínsölu, þarf þá ekki að skera niður eða að auka skatta?

Eina ástæðan fyrir því að lækka þurfi áfengisgjaldið ef vínið fer í búðirnar, er sú að engin verslun getur sætt sig við þá lágu álagningu sem Vínbúðin leggur á vörurnar í dag, en hún er aðeins á bilinu 6 - 11 % (fer eftir styrkleika).  Frumvarpsflytjendur vilja lækka áfengisgjaldið svo vinir þeirra í verslunarstétt verði ríkari.  Það sem þeir leggja til er að ríkið (les: við) verði fyrir bæði tekjuskerðingu og kostnaðarauka! En því miður er umræðan grunn og klisjukennd og lítill vilji til að horfa til reynslu annarra þjóða. Frumvarpið lyktar af óábyrgri frjálshyggjupólitík sem vinnur gegn almannahagsmunum.


Ertu enn óákveðin/n?

Hér er gagnvirk könnun sem kannski getur hjálpað þér.

Ókunn eldsupptök og íkveikja

Ég skora á fjölmiðlamenn að hætta ofnotkun á texta um grunsemdir á íkveikju. Tilefnið er þetta: Eldsupptök eru ókunn… en ekki er hægt að útiloka að kveikt hafi verið í !  Auðvitað ekki, upptökin eru ókunn, það er ekki hægt að útiloka neitt! Ekki heldur rafmagnsbruna eða íkveikju af slysni. Á bakvið bruna er fólk, t.d. sem á eða vinnur í fyrirtækjum sem brenna, eða íbúar heimila sem brenna. Fjölmiðlamenn: Takið upp ábyrgari og vandaðri vinnubrögð og hættið að hnýta þessum dylgjum aftan við texta um ókunn eldsupptök!

Keðjubréfaruglið

Í dag fékk ég einu sinni enn keðjubréf og í þetta sinn fjallaði innihaldið um gagnsleysi peninga: Þú getur keypt þér rúm, en ekki svefn… þú getur keypt þér kynlíf, en ekki ást, o.s.frv. Þetta er víst einhver kínversk speki. Þeir sem senda keðjubréfið til 20 vina detta í lukkupottinn og í bréfinu eru sögur sagðar þessu til vitnis, um fólk sem varð heppið: Það vann í lottói og eignaðist... já, PENING !!!  Halló?  Ef maður sendir bréfið ekki áfram innan tiltekins tíma, þá hellist yfir mann ógæfa... manni er hreinlega hótað hörmungum! Í bréfinu segir að það sé búið að fara 8 sinnum kringum hnöttinn. Hver telur og breytir bréfinu reglulega til samræmis við fjölda hnattferða? Bréfið er sagt sent af trúboðanum Anthony De Croud. Hverskonar trúboði er það sem hótar fólki öllu illu ef það hlýðir honum ekki, og fer svo á skjön við sín eigin trúarbrögð þar sem mönnum er sagt að treysta guði? Er nema von að maður dragi stundum í efa skynsemi og ályktunarhæfni fólks?

Gæði í mannvirkjagerð og gagnsemi ljóskunnar

Æ hvað það var eitthvað skrýtið að sjá þær saman á baksíðu Moggans, fréttina um aukin gæði Þorgerðar Katrínar í mannvirkjagerð, og fréttina um Pólverjana sem þjást af andþrengslum, ógleði og höfuðverk eftir vinnu sína í göngum mannvirkisins eystra.
Ég veit ég er ekki einn um að finnast Sjálfstæðisflokkurinn tala síðustu vikur í hróplegu ósamræmi við margar gjörðir flokksins síðustu 16 ár við völd! Og af því að minnst er á "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu" má ég til með taka undir með einum ágætum penna sem sagðist ekki skilja æsing Íhaldsins yfir tali Jóns Baldvins; það væri nú ekki eins og hann hafi ætlað að hafa neitt "gagn af þessari sætu stelpu eftir ballið"? Gæði í mannvirkjagerð þurfa að sjálfsögðu líka að snúast um aðbúnað og mannréttindi þeirra sem reisa þau!

Eru Vestfirðingar hættir að vinna?

Ljótt að skilja útundan...Tekjur Vestfirðinga hafa farið úr því að vera þær hæstu á hvern íbúa í landinu, í það að vera þær lægstu. Hagvöxtur er neikvæður meðan hann er jákvæður annarsstaðar á landinu. Of langt mál væri að útskýra allar breytistærðir og orsakir þessa, en sökin liggur að stórum hluta hjá ríkisvaldinu. Vestfirðingar vinna auðvitað baki brotnu eins og þeir hafa alltaf gert. En hvað? Mér finnst eins og Steinn Steinarr verði að fá orðið:

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið!


Þið þekktuð manninn...þið alloft sáuð hann...

Hvað er betra í sumarbyrjun en að rifja upp glefsur úr gömlu áramótaskaupi?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband