Aurflóð á Sauðárkróki 15 apríl 2007
15. apríl 2007
| 46 myndir
Mikið aurflóð skreið niður Nafirnar yst í gamla bænum á Sauðárkróki að morgni sunnudagsins 15. apríl. Stokkur sem flytur vatn úr Gönguskarðsárstíflu og í gömlu rafstöðina hafði gefið sig, með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatnsmagn flæddi fram á Móabrún. Í raun var um 3 flóð að ræða, eitt þó langstærst og olli mestum skaða, en það minnsta var smáspýja. Næststærsta flóðið fór allnokkru sunnar í Lindargötunni og olli óverulegu tjóni á einu húsi. En myndirnar tala sínu máli!