Árshátíð Hólaskóla 2007
Laugardagskvöldið 10. mars 2007 hélt Hólaskóli sína fyrstu árshátíð sem alvöru háskóli og var hún haldin á veitingastaðnum Kaffi Krók á Sauðárkróki. Salurinn var þétt setinn, skemmtiatriði og uppákomur flæddu fram í stríðum straumum og stemningin var hreint frábær. Hrossabrautarnemendur voru með kúrekaþema og setti það skemmtilegan svip á kvöldið. Ykkur er meira en velkomið að skrifa inn athugasemdir, nöfn og annað það sem hæfir myndunum. Ef þið náið í myndir og notið í annað en heimilisnot, munið þá að geta höfundar. Ef einhverjir óska þess myndir af þeim verði teknar út þá endilega hafið samband við mig sem fyrst, en markmiðið með birtingu myndanna í þessari seríu gengur auðvitað fyrst og fremst út að sýna það fjölbreytta mannlíf sem er í Hólaskóla, auk þess að endurspegla þá almennu gleði sem einkenndi þessa frábæru árshátíð. Góða skemmtun.