Barnaleg afsökun

Maður er búinn að marghóta fyrrverandi konu sinni. Löggan vissi af því, en handtekur ekki manninn. Hann kemur svo og kveikir í húsi þar sem fjöldi manns býr. Þá kemur þessi yndislega barnalega afsökun frá löggunni: Við getum ekki vaktað alla menn… og öll hús… á öllum tímum Crying !
mbl.is Kveikti í húsi eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Og hvað átti lögreglan svo að gera eftir að hafa handtekið hann?

Hin Hliðin, 15.1.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Það getur ekki verið flókið fyrir lögreglu sem handtekur fólk fyrir að mótmæla niðrí bæ að taka úr umferð mann sem er sannanlega stórhættulegur umhverfi sínu...?

Jón Þór Bjarnason, 15.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Hin Hliðin

Málið er bara það að til að geta handtekið manninn þá þarf lögreglan helst að standa hann að brotinu.  En það að handtaka manninn leysir engan vanda því maðurinn hefði verið látinn laus aftur innan skamms.

Hin Hliðin, 15.1.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Engu að síður er þetta alveg yndisleg afsökun hjá lögreglumanninum, svona nákvæmlega eins og krakkarnir nota... eða ef maður verður alveg rökþrota :)

Jón Þór Bjarnason, 15.1.2009 kl. 13:54

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki þessi atburður og reyndar margir fleiri dæmigerð afleiðing af því hvernig lög er hér um ofbeldi á heimilum og milli aðila sem hafa verið í sömu fjölskyldu. Lögreglan verður að hafa heimild í lögum til að geta aðhafst eitthvað. Þarna er friðhelgin líka að spila inní og sjálfsagt mjög margt annað. Það er samt afar sorglegt að svona geti gerst og ekki séu til heimildir til að hindra aðgengi þeirra sem ofækja að þeim sem ofsóttur er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband