Eitt hundrað þúsund flettingar

Fyrir rúmu ári síðan byrjaði ég að krota hér niður þanka mína um allt og ekkert. Suma daga og vikur er maður virkur, aðra ekki. Í gær var ég óvenju duglegur, og þá heimsóttu síðuna um 270 manns. Í fyrravor kom aurflóð á Sauðárkróki, sem ég náði að ljósmynda vel og koma á örskömmum tíma hingað inn á síðuna. Þann dag var mikil traffík, rúmlega eitt þúsund gestir og yfir tuttugu og fimm þúsund flettingar. Þá vikuna komst ég líklegast í fyrsta og eina skiptið inn á topplistann. Í heildina eru nú flettingar að nálgast eitt hundrað þúsund, og þó þetta blogg sé langt frá því að vera meðal þeirra mest lesnu, þá væri ég að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessi áfangi fæli í sér örlítið stolt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband