Bolti og bretti

Elsa í brettastökkiLoksins, loksins... komst maður á snjóbretti og á körfuboltaleik á Krók, hvorutveggja langþráð. Við fórum í skíðalyftuna í Tindastóli, ég og Elsa á bretti, en Gummi á skíðum, og áttum þar nokkur fin rennsli. Fengum okkur svo kakó, soðbrauð með hangiketi og kanilsnúða eftirá, svona rétt til að hita upp fyrir gríðargott lasanjað sem Svanhildur kokkaði fyrir skíðafólkið í kvöldmatinn. Eftir matinn fór svo þríeykið á heimaleik í körfunni, þar sem spennan var í algleymi þegar Tindastóll marði sigur á Stjörnunni, en þar tók sig upp gömul stemning svo að maður er enn aumur í lófum og rámur í röddu. Boltaleikur og brettaferð með börnunum er gefandi og bætir talsvert við mína annars ágætu lífsgleði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband