Snússi á ferð í Zhongshan og spilavítisborginni Macau

Snússi með HongKongDollar í hagnaðHelgin fór í ferðalög hjá okkur Snússa, sem lögðum ferju undir fót yfir flóann hér vestur af Shenzhen. Fyrst heimsóttum við skófabrikku Óskars Jónssonar, Green Diamond, en hann tók einkar vel á móti okkur samlöndum sínum. Við borðuðum saman níu manns og áttum gott spjall, en svo gisti hópurinn í vellandi niðurníddum lúxus á hótel Ambassador í Zhongshan, sem sannarlega má muna sinn fífil fegurri. Sunnudagurinn fór svo fyrir lítið fé (ca 2000 kr) í spilavítunum í fyrrum portúgölsku nýlendunni Macau, en sá staður hefur svipaðan status og Hong Kong að því leitinu að þegar þangað kemur fer maður yfir landamæri og út úr Kína. Macau er nokkurskonar Las Vegas Asíu og þarna var allt yndislega yfirdrifið; í stærðum, dirfskufullri hönnun og yfirþyrmandi neonljósadýrð. Við komum svo með ferjunni yfir flóann í kvöldkyrrðinni og var Snússi hinn hressasti með ferðina, eins og sjá má hér á myndinni, þar sem hann veifar sínum fyrsta spilavítishagnaði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband