Kvef í kínverska kýrhausnum

Dagurinn hefur verið viðburðasnauður, enda lasleiki með nefrennsli og hálsbólgu farinn að gera vart við sig; kínverskur krankleiki búinn að brjótast í gegnum mínar íslensku varnir. Það var þó aðeinsSnússi á kínversku veitingahúsi rölt í bæinn í dag, verslað smáræði og skipt íslenska simkortinu í símanum út fyrir kínverskt kort; það munar margföldum stórupphæðum þegar við félagarnir erum að hringjast á hérna niðurfrá. Á meðan er ég sambandslaus við hinn íslenska veruleika... nema um msn, skype og tölvupósta. Í kaffispjalli komust við félagar að því að verðlagning hér er ekki í neinu samræmi við kostnað, heldur hvað menn telja sig komast upp með að rukka. Þannig getur kókglas kostað 200 kall á einum stað, meðan full máltíð fyrir tvo kostar aðeins 500 kall á öðrum stað. Og það er allt eins til í dæminu að einhver skemmtistaðurinn reyni að rukka mann um 500 kall fyrir rauðvínsglasið, sem er hærri upphæð en maður greiðir fyrir topp nuddþjónustu í tæpan einn og hálfan klukkutíma. Eitt er það þó sem böggar mig einna mest hérna niðurfrá, en það er að hér er öll vefumferð ritskoðuð. Þetta lýsir sér þannig að ef ég reyni að opna síðu sem yfirvöldum er ekki þóknanleg, t.d. Wikipediu, þá bara birtist ekki neitt... þeir klippa bara á mann! Já, það er margt skrýtið í kínverska kýrhausnum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband