Ævintýri Snússa litla í Kína – 2. hluti

Snússi á degi tvö í KínaveldiDagur tvö hjá okkur Snússa hófst með morgunmat á Grand View hótelinu, þar sem boðið var upp á margt það skrýtnasta sem sést hefur á slíkum hlaðborðum. Til að komast fyrr inn í kúltúrinn og bakteríuflóruna létum við okkur hafa það að smakka á flestu, þótt það lyti ókræsilega út. Það skal þó tekið fram að áður en farið var af herberginu var innbyrtur gúlsopi af íslensku þorskalýsi sem við höfðum með okkur. Eftir morgunverð gengum við svo um 15 kílómetra leið, frá hótelinu og alla leið niður að Szeaworld í Sekou, í yfir tuttugu stiga hita. Gangan tók tæpa fjóra tíma um breiðgötur og öngstræti og fengum við beint í æð alla hina fjölbreyttu flóru kínverskrar götumenningar; verkamenn í hádegislúr á gangstéttinni, betlarar og Benzar, háværir strætóar og hljóðlát reiðhjól með sligandi hlass. Við Snússi erum nú komnir heilu og höldnu heim á hótel, og berjumst við að halda okkur vakandi fram á síðkvöldið til rétta af rammskakkan sólarhringinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband