Gönguferðir og gönguhraði

Á mánudögum og fimmtudögum býður ferðafélagið Útivist upp á einnar klukkustundar göngutúra í Reykjavík, undir nafninu Útivistarræktin, og er gangan þátttakendum að kostnaðarlausu. Þarna gengur greiðum sporum sprækur hópur fólks og það rífur ágætlega í að ganga á slíkum hraða í heilan klukkutíma; tekur á, en er virkilega hressandi. Og talandi um gönguhraða, þá minnir mig að Lárus á Reykjalundi hafi sagt að göngurhraða skyldi ávallt miða við að ekki væri gengið hraðar en svo að maður gæti spjallað við göngufélagana, en heldur ekki svo hægt að maður gæti sungið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband