Ókunn eldsupptök og íkveikja

Ég skora á fjölmiðlamenn að hætta ofnotkun á texta um grunsemdir á íkveikju. Tilefnið er þetta: Eldsupptök eru ókunn… en ekki er hægt að útiloka að kveikt hafi verið í !  Auðvitað ekki, upptökin eru ókunn, það er ekki hægt að útiloka neitt! Ekki heldur rafmagnsbruna eða íkveikju af slysni. Á bakvið bruna er fólk, t.d. sem á eða vinnur í fyrirtækjum sem brenna, eða íbúar heimila sem brenna. Fjölmiðlamenn: Takið upp ábyrgari og vandaðri vinnubrögð og hættið að hnýta þessum dylgjum aftan við texta um ókunn eldsupptök!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessu er ég sammála,  Við áttum einu sinni fjölskuldufyrirtæki sem brann fyrir nokkrum árum.  Mér fannst alltaf slæmt þegar fréttir voru að berast af brunanum því fjölmiðlar skeltu fram fullyrðingum sem var búið að kannna að fullu. Þetta var mjög erfiður tími að hlusta á.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.5.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband