Með hugann uppi í sér um hátíðarnar

Jólin eru tími þar sem maður er mikið með hugann við allt það góðgæti sem maður lætur upp í munn og ofan í maga. Svínahamborgarahryggur heima á aðfangadag og hangikjöt hjá mömmu á jóladag, eins gott að hafa smjatthugann allan við þetta fágæti sem maður fær bara á 365 daga fresti, eins og t.d. bláberjadesert með þeyttum rjóma að hætti ömmu…mmmmmmm!!! En allt byrjar þetta með möndlugraut í hádeginu á aðfangadag. Þar er nú eins gott að hugsa vel um það sem í munninn kemur, þvæla tungunni fram og aftur, tyggja varlega og kanna innihald hvers munnbita áður en hann er sendur í kokið. Annars getur maður lent í því að kyngja möndlunni og missa af gjöfinni, en auðvitað trúir manni enginn þegar slík slys gerast. Já það getur reynst alveg bráðnauðsynlegt að vera með hugann allan vel vakandi uppi í sér um svona hátíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband