Enn er hótað

Hin mörgu andlit lýðræðisinsHótanir eru og hafa verið veigamikill þáttur í stjórnunarstíl kallsins, því miður. Í hugum margra er DO stórhættulegur íslenskri þjóð, með sína einræðistilburði og hefnigirni í garð þeirra sem honum eru ekki þóknanlegir. Hann vill ráða því hvað þjóðin má tala um, og hvað ekki; hvað sé á dagskrá í dag! Sem stjórnmálamaður er hann hreint og beint andstæðingur virks lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta. Það er skiljanlegt að hans brenglaða persóna skynji ekki sinn vitjunartíma, en að flokkur hans skuli enn ekki átti sig á því að almenningur vill hann burt úr valdastöðum er óskiljanlegt. Segi ekki meir, en hnýti hér aftan við athygliverðu myndbandi af Youtube.
mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Davíð Oddsson er fyrir löngu kominn út fyrir öll mörk í því að sanna sitt vanhæfi til starfs Seðlabankastjóra. Nú verður samstarfsflokkurinn að ganga hart eftir afsögn allrar stjórnar Seðlabankans. Trúverðugleiki flokksins í ríkisstjórn er í veði og það sem verra er að nú ber flokkurinn ábyrgð á því að þessi maður haldi áfram að sletta hinu og þessu í hálfkveðnum vísum um um víðan völl. Slíkar slettur frá Davíð eru nú þegar búnar að skaða okkur nægilega og þetta verður að stöðva.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband