Aftur næsta laugardag

Á Austurvelli í dagÞetta var langþráð samkoma fyrir marga þá sem eru í sárum eða eru reiðir útí stjórnvöld, eftirlitsapparatið og Seðalbankann. Ljóst er að þetta lið hefur brugðist okkur og við höfum rétt á því að vera reið, sýna hvort öðru samstöðu og láta í ljós skoðanir okkar. Geir getur ekki sagt okkur að sýna æðruleysi og halda stillingu ef við kjósum að hegða okkur eða tjá okkur öðruvísi. Þó mörgu hafi verið frá okkur rænt síðustu vikur verður þetta frelsi ekki frá okkur tekið. Næsta laugardag kl. 15 verður haldin önnur og fjölmennari samkoma á Austurvelli, þar sem við munum vinna áfram að því að móta okkar nýju tíma.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.10.2008 kl. 02:04

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Vonandi fara Íslendingar loks að standa saman og láta í sér heyra; þetta er ekki spurning um að leita blóraböggla, heldur draga menn til ábyrgðar - ekki spurning um að leita hefnda, heldur réttlætis!

Jón Þór Bjarnason, 19.10.2008 kl. 10:26

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Það er löngu tímabært að leita réttlætis og draga menn til ábyrgðar. Allt of mörg dæmi í Íslensku þjóðfélagi þar sem spilling og klíkuskapur ræður ríkjum og ekkert eftirlit! Mér fannst t.d. hrikalegt siðleysi þetta með unga mannin með 6 ára fangelsisdóminn sem fékk að fara eftir 1. árs afplánun í Háskóla og læra efnafræði. Hann var svo tekin fyrir að setja á fót vímuefnaverksmiðju hérlendis. Allt vegna þess að móðursystir hans var með hans mál og því fékk hann meiri sveigjanleika. Það á að vera regla að fólk vísi frá sér málum ef það eru einhver innbyrgðis tengsl.

Samstaða er með okkar sterkustu öflum og um að gera að efla hana sem mest við getum.

Sólveig Klara Káradóttir, 19.10.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ég veit ekki mikið um þetta mál sem þú talar um, annað en það sem hefur verið í fjölmiðlum, en þar hefur verið sagt að hann hafi setið inni tvö ár. Í mínum huga eru stóru málin mikilvægari og að við þorum opinskátt að hafa skoðun á þeim. Fundurinn við Austuvöll í gær var góður vettvangur til að hlýða saman á einhverja aðra en þá sem eru síðustu ár búin að taka okkur í xxx, og til að láta raddir okkar heyrast. Mætum þarna enn fjölmennari næsta laugardag.

Jón Þór Bjarnason, 19.10.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband