Flýtir sinnuleysið fyrir fólksfækkun á landsbyggðinni?

Ég spái því að margir sveitafélagsmenn á landsbyggðinni vakni upp við vondan draum áður en septembermánuður er úti, þegar í ljós kemur óeðlilega hröð fækkun íbúa í mánuðinum. Ástæðan eru nýjar reglur Strætó bs um frí nemendakort, en á þessu skólaári er þess nú krafist að nemendur eigi lögheimili á stór-Reykjavíkursvæðinu til að fá umrædd kort. Ef menn væru vakandi og á tánum fyrir velferð síns sveitarfélags ætti þetta að vera einfalt reikningsdæmi: Hve miklu tapar sveitarfélagið í glötuðum útsvarsgreiðslum vegna lögheimilisflutnins þessa fólks og væri kannski ódýrara fyrir þau að niðurgreiða strætókortin fyrir nemendurna? Mér skilst að það kosti aðeins um 30 þúsund fyrir allan skólaveturinn. Hætt er við því að nemandi sem flytur lögheimilið sitt suður flytji það ekki alveg í bráð aftur heim í hérað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Væri samt ekki eðlilegra að nemar í skólum á höfuðborgarsvæðinu fengju strætókortin ÞÓTT nemarnir væru áfram með lögheimilið heima? Hefur flutningurinn svo ekki áhrif á dreifbýlisstyrkinn? Mér finnst þetta hundleiðinleg mismunun, og að auki trúi ég því að allir fái frítt í strætó þegar fram líða stundir og menn sjá ljósið. Nýtt og nýtt slitlag vegna áníðslu bílanna kostar líka peninga.

Berglind Steinsdóttir, 31.8.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband