Fjaðrárgljúfrin fallegust

Guðmundur Jónsson í FjaðrárgljúfrumRétt vestan við Kirkjubæjarklaustur er einn af mínum uppáhalds náttúrfyrirbærum íslenskum, Fjaðrárgljúfur. Stígur er upp með bakkanum að austanverðu, þar sem flestir ferðamenn ganga um tveggja km leið og horfa niður í gljúfrið. Mun miklu sterkari upplifun fylgir því hinsvegar að ganga niðrí gljúfrinu. Fjaðráin hlykkjast þar um og til að komast inneftir þarf að vaða hana á nokkrum stöðum. Áin er grunn og straumlítil og auðveld yfirferðar á góðum vaðstígvélum, nú eða bara berum fótum. Þarna inni í gljúfrinu er maður í undraveröld stórfenglegra stapa og bergmyndana og upplifir yfirþyrmandi návígi við náttúru sem seint gleymist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki langt frá Fjaðrárgljúfrum er annað mjög fallegt. Man ekki hvað það heitir enda ekki mjög þekkt en það er í landi Flögu í Skaftártungu

Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk fyrir ábendinguna. Var einmitt með smá könnun um náttúruperlur sem ekki falla undir þessa hefðbundu ferðamannastaði.

Njóttu sumarsins

Sólveig Klara Káradóttir, 1.7.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Góð ábending Hólmdís.

Væri gaman að heyra meira um þessa könnun Sólveig Klara.

Takk, og njótið sumarsins báðar tvær

Jón Þór Bjarnason, 2.7.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Ég held ég verði bara að endurvekja könnunina og hafa hana afmarkaðri en áður. Hún er á bloggsíðunni. 

Þætti vænt um ef þú værir til í að deila þinni skoðun.

Sammmála því að það er gott að týna sér í náttúrunni en það varð til þess að reiðskjótinn minn stakk mig af í eitt skiptið!

Sólveig Klara Káradóttir, 2.7.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband