Í hvað er hægt að nota kvistagöt?

Það er sígilt að gamlir starfsmenn reyni að gera at í nýjasta starfsmanninum á vinnustaðnum; þeim sem enn er blautastur bakvið eyrun. Oft verður úr þessu hið skemmtilegasta grín sem lengi er hlegið að, en það er líka stundum sem mönnum tekst ekki að gabba eins og til stóð. Um daginn hringdu félagar í Byko úr farsíma í einn sem var nýbyrjaður í timburdeildinni og spurðu hvort hann ætti 200 kvistagöt á lager. Sá nýi hváði til að byrja með, en var svo snöggur að átta sig á gríninu og svaraði því til að þau hefðu öll selst upp fyrr um daginn. Nú, sagði grínarinn hissa, hvernig gat það gerst? Jú, sagði nýi starfsmaðurinn, það kom hérna kúnni í morgun sem er að framleiða rugguhesta, og hann vantaði þau í rassgöt. Þetta var að sjálfsögðu bæði fyrsta og eina grínið sem reynt var á þennan snarþenkjandi pilt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband