Rétt viðbrögð yfirvalda

Af erlendum fréttum að dæma eru þetta alveg tvö óskyld mál. Það eru bara sárir hundaeigendur sem hafa náð athygli fjölmiðla með því að stilla þessu upp hvort gegn öðru; að reyna að skapa múgæsingu siðapostula gegn frjálsu eða sýnilegu kynlífi. Raunveruleikinn er sá að margir nota þennan garð á nótunni til kynlífsathafna og þetta ætla yfirvöld í Amsterdam að samþykkja, gegn því að það verði ekki stundað nálægt barnaleikvellinum, og að elskendur taki með sér ruslið sitt (les: smokkana). Það er líka raunveruleiki að í þessum garði, sem fær tíu milljón gesti á ári, þá er ekki kvartað meira yfir neinu en lausum hundum, sem skilja eftir sig saur og hland um allan garð, auk þess að valda truflun og ótta hjá verulegum fjölda gesta. Bit, glefs og gelt eru þarna mjög algeng þegar um lausa hunda er að ræða, og því eina lausnin, eins og á flestum öðrum almenningsstöðum, að hafa hundana í ól. Eftir að hafa kynnt mér málið í erlendum miðlum er ég innilega sammála aðgerðum borgaryfirvalda.

mbl.is Kynlíf leyft, ekki hundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Algjörlega sammála þér. Mér finnst líka alltaf verða algengara og algengara hér á Akureyri að ég sjái lausa hunda. Og efast svo sem ekki um að það sé á fleiri stöðum. Fólk á leið út í bíl og jafnvel á göngu. Hef mikið verið að hugsa um hvað ég ætti að gera.Þetta er alveg óþolandi. Ég hef svo sem aldrei séð hund bíta en maður veit aldrei. Bara ef barn hleypur fram hjá og ég tala nú ekki um ef það  stígur óvart á hundinn. Hvað gerist? Hundurinn hrekkur við og jafnvel meiðir sig og þá eru bara ein viðbrögð sem hann kann. Bíta. Flestir hundar fyrir utan töskudýrin eru í hálshæð barna.

Anna Guðný , 12.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband