Björk í Hong Kong í gær

Kínversk vinkona mín brá sér bæjarleið í gær frá Shenzhen, á Volta-tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Hong Kong. Hún er alveg í skýjunum í dag, en dauðþreytt í fótum og kroppi eftir að hafa dansað allan tímann fyrir framan sviðið. Enn suðar fyrir eyrum eftir kraftmikla tónlistina, sem hún segir hafa verið töfrum líkasta, þannig að hún varð fyrir áhrifum sem kölluðu fram bæði tár og fullt af tilfinningum. Þeir sem dá tónlistargaldra Bjarkar vita að þetta hendir auðveldlega hrifnæmar manneskjur, enda engin venjuleg tjáning sem Björk getur framkallað með sínum töfrabarka. Það er þó að skilja á minni kínversku vinkonu að Björk sé orðin þekkt fyrir fleira en tónlistarflutning sinn og því hafi sumir orðið fyrir vonbrigðum með að hún skyldi aðeins nota einn búning; það hafi verið helsti galli tónleikanna að hún hafi verið í einu og sama dressinu allan tímann! Einhverjir vankantar voru líka á sándi og skipulagi tónleikanna, en það kom ekki í veg fyrir að vinkonan færi yfir sig hrifin og hamingjusöm með ferjunni heim í gærkvöldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband