Áningarstaðir og upplýsingaskilti fyrir ferðalanga

Hluti af verkefni sem ég stýri þessa dagana hefur kallað á upplýsingar til að setja inná kort fyrir ferðamenn í Skagafirði. Um er að ræða áningarstaði þar sem hægt er leggja bílnum, fræðast af upplýsingaskiltum eða tylla sér á bekk til að borða nestið sitt. Fornleifavernd, Þjóðminjasafnið og Vegagerðin eru helstu stofnanir sem framkvæmt hafa í þessa veru og eru víða fallegir áningarstaðir með áhugaverðum upplýsingum. Hinsvegar er alveg skelfilegur skortur á að upplýsingar um þessa staði séu aðgengilegar, t.d. á internetinu. Það skal tekið fram að starfsmenn umræddra stofnana hafa verið boðnir og búnir að svara spurningum og leiðbeina, en þetta á bara ekki að vera svona flókið. Að mínu mati er aðkallandi að bæta og auðvelda aðgang almennings að þessum upplýsingum á internetinu, því upplýsingar á þessum áningastöðum fræða og hvetja ferðamenn til að kanna betur landið sitt, kynnast nánar okkar fornu menningu og merkilegum sögustöðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála! Flest, ef ekki öll, sveitarfélög halda út vefsíðum og með mjög einfaldri tækni væri hægt að útbúa gagnastreymi frá þessum síðum sem byði uppá útlestur á þessum upplýsingum sem þú talar um. Hvert sveitarfélag tæki saman upplýsingar fyrir sig, birtir á eigin vefsíðu og einhver einn miðlægur staður tekur svo saman allar þessar upplýsingar og birtir í korti. Allt væri þetta að gerast á rauntíma svo í hvert skiptið sem eitt sveitarfélag uppfærir síðuna sína - birtist það í miðlægu síðunni einnig. Allt eykur þetta upplýsingaflæðið sem svo aftur eykur möguleika á að túristar hefðu áhuga á að kíkja í sveitarfélagið. Kort af landinu okkar er nú þegar á helstu korta-þjónustum internetsins, Google Maps til dæmis. Í felstum tilfellum er síðan boðið uppá að hægt er að keyra þessar upplýsingar inní kortin. Upplýsingarnar eru settar inn út frá lengdar- og breiddar-gráðum og safnast því saman ákaflega nákvæmt kort um ferðaþjónustu sem og aðrar upplýsingar fyrir ferðamenn á þvæling um landið okkar bláa.

Hjalli.com skrifaði um daginn ákaflega góða grein um einmitt upplýsingasöfnun, hversu mikið er hægt að samnýta upplýsingar og að þetta sé eitthvað sem við séum að byrja að læra að nýta okkur.

Vandamálið er alltaf það sama. Það hugsa allir bara um eigið rassgat, allir djöflast í eigin horni þangað til einhver skipar þeim annað - og í þessu tilfelli er ég ekki að sjá ríkið eða aðra að fara að implimenta "open-source" hugsunina.

Ægir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband