Ævintýri Snússa litla í Kína – 7. hluti

Þrátt fyrir lasindin hefur maður látið sig hafa það að dröslast með Angelu og strákunum út og suður í verslanaráp, veitingahúsaferðir og verksmiðjuheimsóknir. Yfirferðin hefur þó ekki alltaf verið hröð á manni, en það er að skila sér í því að heilsan er að koma til baka. Um daginn skoðuðum við verksmiðjur í afgirtu hverfi, þar sem fólk bæði vinnur og býr. Aðbúnaðurinn í verksmiðjunni varSnússi í strætó ágætur en í subbulegum blokkunum í kring gista átta manns í kojum í einu litlu herbergi. Yfirmenn og hærra settir hafa það betra og eru með rýmra um sig, þeir gista saman fjórir í herbergi. Launin eru í kringum 10 þús kr á mánuði, en vel útilátin hádegismáltið kostar hinsvegar aðeins fimmtíu krónur. Þetta eru allt afstæðar stærðir, en áðan snæddum við tíu karlar saman kvöldmáltíð á kínversku veitingahúsi fyrir minna en þrjú þúsund krónur með drykkjum og alles. Eftir matinn fengum við okkur kaffi á Starbucks, þar sem kaffibollinn kostar 200 kall. Hér heitir það ekkert annað en rán um hábjartan dag, því það tæki verkamanninn í verksmiðjunni um sex klukkutíma að vinna fyrir kaffinu á amrísku alþjóðakeðjunni. Ég sötraði kaffið á um tuttugu mínútum, meðan nettvaxinn heimamaður gljápússaði leðurskóna mína fyrir hundraðkall. Snússi er líka allur að hressast og biður að heilsa heim á Krók.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þessu ævintýri hjá þér Jón Þór. Ég bíð allavega alltaf spennt eftir skemmtilegum sögum frá ykkur Snússa daglega :)

Kv Pálína

Pálína (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Góðar ferðasögur hjá þér.  Hafðu það gott í Kína

Þórður Ingi Bjarnason, 13.12.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Takk æðislega bæði tvö, skemmtilegt að þið skulið hafa gaman að ferðasögum Snússa litla frá Kína. Upphaflega var þetta hugsað fyrir Gumma litla son minn, að taka bangsann hans með hingað og segja svo sögur af okkar ferðum, en mér skilst að fjöldi annarra hafi einnig gaman að þessu... það er bara yndislegt :)

 Snússi hefur svo auðvitað vakið ómælda lukku og undran (sem ekki hefur komið fram í sögunum), því þegar hann skríður upp úr bakpokanum mínum og stillir sér upp til myndatöku á ólíklegustu stöðum, þá stoppar fjöldi Kínverja og fylgjast hissa með tilþrifum okkar :)

 Bestu kveðjur frá Suður-Kína í veturinn í Skagafirði

JÞB 

Jón Þór Bjarnason, 14.12.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband