Hveragerði að ég rakst á þig

Íslendingar eru ekki mikið fyrir að leiðrétta útlendinga þegar þeir segja eitthvað rangt í tilraunum sínum til að tjá sig á okkar ástkæra ylhýra. Algengt er að menn hlusti á mismælið eða vitleysuna, og hlæi svo að henni í góðra landa hópi eftirá. Einn ágætur kórstjórnandi frá Englandi sagði óáreittur sömu vitleysuna í heil tvö ár, alltaf þegar hann þurfti að afsaka sig (t.d. þegar hann rakst utan í einhvern í búðinni): "Hveragerði, þetta var alveg óvart..."  Hann ruglaði því saman við fyrirgefðu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband