Tíkurnar finna á mér veika blettinn...

Þær geta verið misjafnlega ágengar borgartíkurnar, en þessi gjörsamlega eltir mig á röndum. Hún leggst við fætur mér og grátbiður um meiri... boltaleik! Þó tíkin Týra hafi mest gaman af því að hlaupa um í náttúrunni, þá eru boltaleikir hennar líf og yndi innandyra. Og hún fær aldrei nóg. Þó ég hafi gaman að því að leika við hana, þá fæ ég stundum nóg. Hún reynir að vekja áhuga minn með því að leggja boltann við fætur mér allsstaðar þar sem ég nem staðar í húsinu. Þegar ég er ekki í leikstuði læt ég sem ég sjái ekki tíkarboltaviltuleikaaugnaráðið biðjandi. Nýjasta nýtt hjá henni til að vekja athygli á sér er að ganga um með boltann, kasta honum úr kjafti sér niður í gólfið, svo fast að hann skoppar, og þá grípur hún hann fumlaust aftur. Þetta endurtekur hún nokkrum sinnum í röð og hefur með þessu uppátæki sínu náð aðdáun minni og athygli sem fyrsti hundurinn sem ég hef fyrirhitt sem kann að dripla bolta fullkomlega. Já þær finna alltaf á endanum veika blettinn á mér tíkurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband