Góður sunnudagur á Reykjanesinu

Á HvalsnesleiðFórum ásamt fríðu föruneyti frá Keflavík, undir dyggri leiðsögn Sigrúnar Jóns og Ómars Smára, gömlu þjóðleiðina að Hvalsnesi. Ferðin tók um fjóra tíma í blíðskaparveðri, komið var við í seljum, prílað yfir varnargirðingar og sagðar sögur á leiðinni. Merkilegt hvað allt lifnar við og upplifun verður önnur og meiri þegar saga og menning fylgir við hvert fótspor. Í lok dags náðum við aðeins í skottið á Ljósanæturviðburðum, skoðuðum Bátasafn, Rokksafn og nærðum okkur á þjóðlegum veitingum frá Thailandi. Reykjanesið er svo sannarlega á dagskránni næstu vikurnar því önnur ganga verður um aðra helgi, þá verður farið í seljaferð sem endar í fjárréttum við Grindavík og er tillökkun þegar kviknuð fyrir þeirri ferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband