Stórfurðulegt fjörutíu ára stálminni

Í gær heyrði ég í ókunnugum manni vegna sýningarinnar sem ég er að stjórna og verður hér á Krók síðar í sumar. Undir lok símtalsins, þegar erindum var lokið, fór hann að spyrja mig út í búsetu uppúr miðri síðustu öld (smá ýkt:).  Hvort ég hefði búið í Reykjavík sem krakki. Þegar ég svaraði því játandi sagði minn maður: Tja, þá erum við bekkjarfélagar! Ha? sagði ég…hvaðan? Nú úr Álftamýrarskólanum… þegar við vorum átta ára! Hann bætti því svo við að síðasta hálfa veturinn, áður en ég flutti á Krókinn, þá hefðum við setið hlið við hlið í tímum hjá Sigríði Rögnu, sjónvarpsstjörnu. Ég hef síðasta sólarhringinn reynt grufla og að rifja upp, en man barasta ekkert eftir þessu. Sorry, allt farið...   En mikið er maður samt heppinn að einhverjir hafa svona stálminni og geta rifjað upp með manni skemmtilegheit úr fjarlægri fortíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ég gleymi þér nú ekki svo glatt, þótt ég reyndi ;c)

Jón Þór Bjarnason, 7.7.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband