Vondur mælikvarði?

Hagvöxtur er ekki mælikvarði á lífsgæði. Man ekki hver benti mér á að ef ég geri "það" með konunni minni, þá hefur það engin áhrif á hagvöxt. Ef ég hinsvegar kaupi mér kynlífsþjónustu úti í bæ, þá eykur það hagvöxt! Þessi mælivkarði er því afar takmarkaður og segir í raun ekkert lífsgæði, siðferði, gildi, eða annað sem flest okkar telja mikils virði.

mbl.is 56% töldu áhrif umhverfisverndar á hagvöxt jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hagvöxtur = eyðsla. Stundum er eyðslan eðlileg og fín, en það eykur sem sagt líka hagvöxt ef rúða er brotin og maður þarf að kaupa nýja rúðu og vinnu af glerísetningarmanni. Sömuleiðis ef maður verður fyrir bíl og þarf að fara á sjúkrahús, þá eykst hagvöxtur. Hins vegar tala menn um hagvöxt með glýju í augunum eins og að hann sé algjörlega óvefengjanlega æðislegur. Ef maður hættir að vinna til að fara í skóla minnkar hagvöxtur skv. þessum útreikningum. Andri Snær fjallaði mikið um þetta í Draumalandinu.

Mér fannst Spaugstofan taka hagvöxtinn skemmtilega í vetur þegar hún gerði grín að afmælisveislu þar sem ekkert var í boði nema hagvextir.

Berglind Steinsdóttir, 30.3.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Góðir punktar stelpur! Þetta er ofnotaður mælikvarði og mjög mikilvægt að almenningu geri sér grein fyrir annmörkum hans, láti ekki plata sig með því að "jákvæður" hagvöxtur sé það allra mikilvægasta sem við ættum að stefna að. Hörður, Andri og fleiri eiga þakkir skilið fyrir góð innlegg í þá veru að upplýsa almenning um galla þessa fyrirbæris.

Jón Þór Bjarnason, 30.3.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband