Skíðaleyndarmál Norðurlands

Jón Þór á bretti í Tindastóli, 28.mars 2007 - Mynd: Valgeir Ægir IngólfssonÁ Norðurlandi eru mörg góð skíðasvæði, misvel þekkt eða vinsæl. Þar er líka boðið upp á þjónustu sem á ekki sinn líka á Íslandi, og ef hennar nyti ekki við þá hefðu margar barnafjölskyldur aldrei séð sér fært að endurnýja skíða- og brettabúnað barna sinna reglulega. Skíðasvæðið sem hér um ræðir er í Tindastóli í Skagafirði, aðeins 280 km frá Reykjavík (ca. 3 tímar í akstur). Þar er stórt og gott svæði með frábærum brekkum, fyrir bretta- skíða- og göngufólk. En það sem meira er, í Tindastóli fer óvenju vel um skíðafólk því þar eru nánast aldrei þrengsli í brekkum eða biðraðir við lyftu. Hægt er að gista og fá góða þjónustu víða í nágrenninu (Skagaströnd, Sauðárkrókur, Varmahlíð, Blönduós og í bændagistingu).

Hitt leyndarmálið, þjónustan sem að framan var getið, er með allan skíðaútbúnað, notaðan og nýjan. Þetta er að sjálfsögðu Skíðaþjónustan á Akureyri, þar sem Viddi og co.  sinna viðskiptavinum af fagmennsku og alúð. Þar er hægt að kaupa notaðan búnað, koma svo síðar þegar krakkarnir hafa stækkað, og greiða sanngjarna milligjöf fyrir skipti á stærri brettum, skíðum eða skóm. Skíðasvæðið í Tindastóli og Skíðaþjónustan á Akureyri eiga bestu þakkir skyldar fyrir að hafa fært mér og fjölskyldu minni ómælda ánægju síðustu ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband