Af hverju erum við að selja okkur lægstbjóðanda?

Forsíða bæklingsins Lowest Energy PricesÉg veit, ég þarf ekki að segja það; svo oft hefur það verið tíundað… en ég bara verð, ég get ekki þagað: Þarf land eins og Ísland, sem hefur alla möguleika á að verða eitt dýrmætasta svæði heims, m.a. vegna ósnortinna náttúruvíðerna, að vera að falbjóða sig svona út á næsta götuhorni, eins og mella í övæntingarfullri þörf fyrir smápening fyrir dópi? Af hverju hafa íslensk yfirvöld ferðast um heiminn með þessa minnimáttarkennd, til þess að laða hingað fyrirtæki sem skila okkur alltof litlu miðað við þann skaða sem starfsemin veldur? Ég verð alltaf meira og meira undrandi á þessari atvinnustefnu yfirvalda eftir því sem ég skoða hana betur.

Gefum Gústa í Bakkavör orðið: "Jafnvel þó að Íslendingar kæmust í hóp stærstu álframleiðenda heims og myndu virkja alla hagkvæmustu virkjunarkosti landsins, myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldrei verða meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis" (Ágúst Guðmundsson, 2006). Meðan stóriðjufíkn okkar Íslendinga er enn við lýði þá finnst mér einhvernveginn að þessi góða vísa verði ekki of oft kveðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband