Kremkex, kókópuffs og kjötfars!

Þegar kemur að innkaupum fyrir heimilið er ég mikill tilboðs- og útsölumaður. Kaupi gjarna talsvert magn ef gott verð á nauðsynjum er í boði, en nenni sjaldnast að eltast við hluti sem ekki eru boðnir á betra verði en sem nemur 30% eða meira undir normalverðinu. Því miður er bara allt of hátt hlutfall af tilboðsvörum matvöruverslana bölvuð óhollusta, svona eitthvað í líkingu við upptalninguna hér að ofan. Mér finnst að verslunareigendur mættu gjarna hafa meiri ábyrgð og metnað til þess að auka neysluna frekar í hollustuvörum. Væri það ekki betra fyrir heilsu almennings í landinu ef meira væri af sykursnauðu morgunkorni, hrökkbrauði og lítið unnum kjötvörum á tilboði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verlsunarmenn setja ekki vörur á tilboð sem seljaslt og er eitthvað sem fólk getur ekki verið án.   Það séts líka hjá ríkinu í skattlagninu á matvöru að hollustu vörur eru með meiri skatt heldur en óhollusta.  þetta ætti að vera ofugt og hvetja fólk til að kaupa hollustu vörur.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband