Færsluflokkur: Lífstíll

Hvernig væri að...

... fara bara að borða vínber, hnetur og aðra fæðu sem inniheldur umrætt andoxunarefni?
mbl.is Rauðvín bætir lífið - a.m.k. hjá músum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rán um hábjartan dag

Harðfiskur er herramannsmatur. Sérstaklega finnst mér feitur steinbítur að vestan vera lostæti, en það er auðvitað smekksatriði. Harðfiskur sem er keyptur beint af verkanda fæst á um kr. 3.500,- kílóið. Já, það er ekki gefið hollustunammigottið það. Sé fiskurinn keyptur útúr búð er algengt verð frá 4.500,- uppí rúmar 6.000 kr. pr. kg. En það keyrir fyrst um þverbak þegar menn láta glepjast af því að kaupa hann í sjoppum og á bensínstöðvum í litlum pakningum; 100 gr, 50 gr, eða það sem rándýrast er: Í 25 gr pakkningum. Kunni menn að reikna komast þeir fljótt að því að í slíkum smápokum eru þeir að borga allt uppí 12.000,- krónur fyrir kílóið!

Gamli maðurinn og tréð

Fyrir mörgum árum síðan bjó ég í Fredrikstad í Noregi. Við hlið fyrirtækisins sem ég starfaði hjá var Simo barnavagnaverksmiðjan. Einn sólríkan morgun rölti ég mér niður á planið til þeirra og tók tali gamlan mann sem stóð og hallaði sér upp að karmi við stórar lagerdyr. Fljótlega í samtalinu spurði ég hann hvað hann hefði unnið þarna lengi. Hann varð hugsi og horfði upp í hlíðina þarna rétt fyrir ofan, þar sem stóð á berangri eitt það alstærsta tré sem ég hef um ævina séð. Sjáðu þetta tré þarna, sagði hann og benti uppeftir... ég gróðursetti það sem litla hríslu sumarið sem ég byrjaði hérna. Hann hafði unnið þarna hátt í sextíu ár og það var einhver stóísk kyrrð í ánægjusvipnum sem færðist yfir andlitið þegar hann horfði hugsi á tréð sitt.  Við stóðum svo þarna í þögn dágóða stund og horfðum á tréð hans. Ef ég héti Ársæll að seinna nafni hefði ég séð tár á hvarmi, hjá okkur báðum!

Ég er bæði mellari og lallari, en varla smallari

Staldraði stutta stund við í sportvörubúð og verslaði stuttbuxur, bol og sprettskó fyrir sumarið. Komst léttilega í "medium" hlaupabol, en þegar kom að því að velja dry-fit stuttbuxurnar hélt afgreiðsluguttinn "large" buxum á lofti. "Ég held þú þurfir þessa stærð" sagð'ann hugsi og bar okkur saman, mig og buxurnar. Rétti mér svo þessar "large" buxur og sagði ákveðinn: Já, ekki spurning, þú ert "lallari"! Þá veit ég það; maður er bæði mellari og lallari! Og þó að á síðustu misserum hafi horfið allnokkur fjöldi aukakílóa, þá held ég að maður verði nú aldrei "smallari"!

Bjargsig í Drangey

Ásta á leið fram af bjargbrún, Viggó við stokkinn og Jón Þór að kvikmynda í baksýnDrangey var um aldir forðabúr Skagfirðinga, en þangað hefur ávallt verið hægt að sækja í fulla matarkistu af fugli og eggjum. Í gær fór vaskur hópur karla og kvenna út í eyju, bæði til að ná sér í svartfuglsegg í matinn, en einnig til að halda við aldagömlum venjum. Ásta Jóns Drangeyjarjarlsdóttir seig niður eins og síðustu ár og restin af mannskapnum raðaði sér á vaðinn. Sjálfur tók ég að mér þann starfa fyrir Viggó bróðir sigkonunnar að kvikmynda í bak og fyrir það sem fram fór. Svona ferðir eru alltaf ógleymanlegar, þar sem maður á einu og sama augnablikinu sameinast náttúrunni og stígur í fótspor forfeðranna.

Falleg fasteign með einstöku útsýni yfir fagran fjörð

Hluti af útsýni úr stofuMá til með að benda á þetta einbýlishús á Sauðárkróki sem var að koma á sölu. Útsýnið þarna er alveg frábært; við blasa Drangey, Málmey og Þórðarhöfði, auk Molduxa, Tindastóls og austurfjalla. Skjólgóð verönd er til suðurs, og svo er útivistarparadísin í Litla-Skógi aðeins í 50m fjarlægð. Sjá nánar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjórir fuglaskoðunarstaðir í Skagafirði

Kolbeinn ungi með lunda - mynd: JÞBNú fer sá tími í hönd sem fuglalíf er hvað fjölskrúðugast og litríkast. Á fjórum stöðum í Skagafirði hefur Náttúrustofa Norðurlands vestra komið upp fuglaskoðunarstöðum. Tveir staðanna eru rétt við Sauðárkrók; hinir eru í Hegranesi. Á skoðunarstöðunum eru upplýsingaskilti um þær fuglategundir sem sjá má á hverjum stað. Bæklingur hefur verið gefinn út á ensku og íslensku og hann má t.d. nálgast í Upplýsingamiðstöð í Varmahlíð (opin allt árið), eða hér á netinu á pdf-sniði.

Myndir frá sjávarútvegssýningunni í Brussel

Atomium - minnisvarði um heimssýninguna 1958Hátt í tvö þúsund fyrirtæki frá um áttatíu löndum kynntu að þessu sinni vörur sínar og þjónustu á sýningunni, sem um 23 þúsund gestir heimsóttu. Flestir þeirra eru á vegum inn- og útflutningsaðila sjávarafurða, eða dreifingar- og vinnslufyrirtækja. Þessi árlega sýning, sem nú var haldin í sextánda sinn, á vafalítið bara eftir að stækka á komandi árum, ekki hvað síst vegna vaxandi almennrar þekkingar á því hve heilsusamleg neysla fiskafurða er. Smellið hér til að sjá myndir frá sýningunni og Brusselferðinni.

Brettaferð og kennsla

Einn nemenda minna í brettakennslunniÍ gær var hér í Skagafirði blíða og heiðskýr himinn. Ég greip tækifærið og skellti mér á bretti á skíðasvæðið í Tindastóli. Til að byrja með var það svolítið skrýtið að koma úr víðáttum Austurríkis í sína gömlu brekku, en þarna er enn nægur snjór og verður það trúlega langt fram í maí. Færið var frábært og ég fór nokkur nokkur góð rennsli. Á staðnum voru grunnskólabörn í heimsókn, með rassinn út í loftið, óörugg og dettandi. Engin virtist sinna því að leiðbeina þeim. Flest voru á skíðum, en fjögur á bretti. Ég stóðst ekki mátið að breiða út brettaboðskapinn og bauðst til að kenna þeim undirstöðuatriði í snjóbrettakeyrslu. Þau þáðu það með þökkum og breiðu brosi, enda komin með auman bossa og uppgjafarsvip á andlit. Við tókum einn og hálfan klukkutíma í að æfa helstu trixin; standa með rétta þungadreifingu, beita köntunum rétt og taka beygjur. Ég var sæll með að geta miðlað minni þekkingu; þau enn sælli með að finna eftir smá stund að þetta virkaði: Þau höfðu stjórn á brettunum og byltunum hafði fækkað. Síðar um daginn þegar við kvöddumst voru þau alsæl og brostu breitt, en fyrir mig varð dagurinn líka meira gefandi en ég hafði reiknað með. Það er alltaf gott að geta gefið af sér.

Shit happens í byggingarbransanum

e269983_7AÞessi mynd, sem er úr húsi sem er til sölu á Selfossi, er dæmi um þegar menn ætla sér um of í flottheitum í byggingar- framkvæmdum, og hafa svo ekki efni á að klára. Fjármagnið kláraðist og því er glerveggurinn á klóinu í svefnherberginu enn ekki sandblásinn eins og til stóð!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband